Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Side 6
5
STAÐA FRÆÐANNA
hans meðal almennings og íslenskra listamanna. Alda Björk Valdimarsdóttir
hefur rannsakað verk og áhrif Jane Austen, en hún er fyrirferðarmikil í
íslenskum samtíma rétt eins og erlendu og innlendu listamennirnir sem
Auður, Jakob og Þröstur taka fyrir. Jane Austen hefur ekki aðeins smeygt
sér inn í íslenska umræðu í formi kvikmynda og sjónvarpsþáttaraða, skáld-
sögur hennar hafa verið þýddar á íslensku, og ýmsar endurgerðir á verkum
hennar líka. Grein Ásdísar Sigmundsdóttur um Ánægjuhöllina er sú grein
sem líklega er staðsett fjærst íslenskum veruleika af greinunum í heftinu,
en þó fjallar hún þar um verk sem hafði áhrif á útbreiðslu texta og þýðinga
um alla Evrópu, á Íslandi þar með. Með grein sinni hefur Ásdís um leið
dýpkað umræðuna hér heima um greinafræði og hefðarveldi, svo aðeins
tvö viðfangsefni séu tekin sem dæmi.
Það er óvenjulegt við þetta hefti að fimm þeirra greina sem hér birtast
eru byggðar á doktorsritgerðum við Háskóla Íslands sem þegar hafa verið
varðar og ein úr fullgerðri ritgerð sem varin verður innan skamms. Einn
mælikvarði á stöðu fræða er gróska háskóladeilda. Á undanförnum tveimur
árum hafa fleiri doktorsritgerðir verið teknar til varnar en nokkru sinni
áður í sögu Háskóla Íslands. Hugvísindin hafa ekki farið varhluta af þessu
en á þessu ári og því síðasta hafa 16 nemendur varið doktorsritgerðir sínar
á sviði hugvísinda. Heftið gefur því nokkurt þversnið af þeirri nýsköpun
og grósku sem efling doktorsnáms við Háskóla Íslands hefur leitt til og
von er á fleiri greinum eftir aðra nýdoktora á næstu misserum.
Alda Björk Valdimarsdóttir varði doktorsritgerð sína „„Ég hef lesið
margar Jönur.“ Höfundarvirkni Jane Austen í þremur kvennagreinum
samtímans“ við Háskóla Íslands 24. október 2014, en vörnin fór fram
innan almennrar bókmenntafræði. Í ritgerð sinni lýsir Alda því hvern-
ig höfundarímynd Austen mótar endurritanir á verkum skáldkonunnar í
þremur bókmenntagreinum sem gjarnan eru taldar höfða til kvenna – í
ástarsögum, skvísubókum og sjálfshjálparritum – og svo hvernig endurrit-
anirnar hafa endurmótað Austen í augum samtímans.
Glíman við Austen fer sjaldnast fram í einrúmi. Grein Öldu sem hér
birtist er unnin upp úr lokakafla ritgerðarinnar. „Viska Jane Austen og ferð
lesandans. Leshringir og sjálfshjálparmenning“. Þar ræðir Alda nýlega
skáldsögu eftir Karen Joy Fowler, Jane Austen leshringinn, og lýsir því
hvernig lesendur skáldkonunnar koma saman og njóta verka hennar um
leið og þeir reyna að spegla sig í þeim, hver á sinn hátt, allt í nafni sjálfs-
skilnings og samheldni þeirra einstaklinga sem deila með sér mikilsverð-