Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 6

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 6
5 STAÐA FRÆÐANNA hans meðal almennings og íslenskra listamanna. Alda Björk Valdimarsdóttir hefur rannsakað verk og áhrif Jane Austen, en hún er fyrirferðarmikil í íslenskum samtíma rétt eins og erlendu og innlendu listamennirnir sem Auður, Jakob og Þröstur taka fyrir. Jane Austen hefur ekki aðeins smeygt sér inn í íslenska umræðu í formi kvikmynda og sjónvarpsþáttaraða, skáld- sögur hennar hafa verið þýddar á íslensku, og ýmsar endurgerðir á verkum hennar líka. Grein Ásdísar Sigmundsdóttur um Ánægjuhöllina er sú grein sem líklega er staðsett fjærst íslenskum veruleika af greinunum í heftinu, en þó fjallar hún þar um verk sem hafði áhrif á útbreiðslu texta og þýðinga um alla Evrópu, á Íslandi þar með. Með grein sinni hefur Ásdís um leið dýpkað umræðuna hér heima um greinafræði og hefðarveldi, svo aðeins tvö viðfangsefni séu tekin sem dæmi. Það er óvenjulegt við þetta hefti að fimm þeirra greina sem hér birtast eru byggðar á doktorsritgerðum við Háskóla Íslands sem þegar hafa verið varðar og ein úr fullgerðri ritgerð sem varin verður innan skamms. Einn mælikvarði á stöðu fræða er gróska háskóladeilda. Á undanförnum tveimur árum hafa fleiri doktorsritgerðir verið teknar til varnar en nokkru sinni áður í sögu Háskóla Íslands. Hugvísindin hafa ekki farið varhluta af þessu en á þessu ári og því síðasta hafa 16 nemendur varið doktorsritgerðir sínar á sviði hugvísinda. Heftið gefur því nokkurt þversnið af þeirri nýsköpun og grósku sem efling doktorsnáms við Háskóla Íslands hefur leitt til og von er á fleiri greinum eftir aðra nýdoktora á næstu misserum. Alda Björk Valdimarsdóttir varði doktorsritgerð sína „„Ég hef lesið margar Jönur.“ Höfundarvirkni Jane Austen í þremur kvennagreinum samtímans“ við Háskóla Íslands 24. október 2014, en vörnin fór fram innan almennrar bókmenntafræði. Í ritgerð sinni lýsir Alda því hvern- ig höfundarímynd Austen mótar endurritanir á verkum skáldkonunnar í þremur bókmenntagreinum sem gjarnan eru taldar höfða til kvenna – í ástarsögum, skvísubókum og sjálfshjálparritum – og svo hvernig endurrit- anirnar hafa endurmótað Austen í augum samtímans. Glíman við Austen fer sjaldnast fram í einrúmi. Grein Öldu sem hér birtist er unnin upp úr lokakafla ritgerðarinnar. „Viska Jane Austen og ferð lesandans. Leshringir og sjálfshjálparmenning“. Þar ræðir Alda nýlega skáldsögu eftir Karen Joy Fowler, Jane Austen leshringinn, og lýsir því hvernig lesendur skáldkonunnar koma saman og njóta verka hennar um leið og þeir reyna að spegla sig í þeim, hver á sinn hátt, allt í nafni sjálfs- skilnings og samheldni þeirra einstaklinga sem deila með sér mikilsverð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.