Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 7

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 7
6 um verðmætum. Austen er í senn lífsgúru og leiðbeinandi lesendanna og stóra viðmiðið verður líf í Jane. Ritgerð Auðar Aðalsteinsdóttur, Bókmenntagagnrýni á almannavett- vangi. Vald og virkni ritdóma á íslensku bókmenntasviði, verður varin á næst- unni og er á sviði almennrar bókmenntafræði. Ritgerðin fjallar um vald ritdómara og virkni ritdóma á íslensku bókmenntasviði sem og í alþjóð- legu samhengi, allt frá upphafi fjölmiðlunar til dagsins í dag. Sýnt er fram á að vald ritdómarans er ætíð ótraust og að hann á sífellt á hættu að vera sakaður um að misnota það, enda felst þetta vald í að rofin eru mörk hinna ýmsu samfélagssviða og hefðbundinna andstæðupara eins og fræðaheims og fjölmiðla, lista og fræða, fræða og afþreyingar, hins persónulega og almannavettvangs, fagurfræði og pólitíkur, listar og markaðar, réttmætrar valdbeitingar og stjórnleysis. Í grein Auðar hér, „Á slóðum hjartalausra fræðinga – tilfinningar og fræði í ritdómum 20. aldar“ fjallar Auður um núninginn sem myndast á síðustu öld milli alþýðlegrar bókmenntaumræðu og sérfræðitungumáls bókmenntafræðinganna. Ásdís Sigmundsdóttir varði doktorsritgerð sína í almennri bókmennta- fræði 18. maí 2015, en ritgerðin heitir Building and Rebuilding the Palace of Pleasure. Translation and Rewriting in Early Modern England. Þar fjallar Ásdís um safn þýddra nóvella sem William Painter tók saman á árunum 1566–1567 og nefndi Palace of Pleasure. Hún greinir stöðu ritsafnsins í bókmenntakerfi sextándu aldar á Englandi og hvernig það var notað af höfundum í meginbókmenntagreinunum þremur, prósa, ljóðlist og leik- verkum. Í rannsókninni er lögð áhersla á að kanna verkið í heild og sýna hvaða aðferðum höfundurinn beitir til að gera það gjaldgengt innan síns nýja samhengis en það kynnti nýja bókmenntagrein, nóvelluna, í Englandi. Rannsóknin sýnir einnig hvernig endurritanir á nóvellunum innlima og aðlaga hugmyndir sem finna má í þeim þannig að þær eigi erindi við nýja lesendur/áhorfendur en hafna um leið hinum erlendu rótum. Í ritgerð- inni eru færð rök fyrir því að þetta hafi verið mikilvægur þáttur í því að gera enskar bókmenntir miðlægari í evrópsku samhengi. Grein Ásdísar, „Höll ánægju og gagnsemi. Um innkomu Palace of Pleasure eftir William Painter í bókmenntakerfi 16. aldar á Englandi“ varpar ljósi á uppbyggingu safnritsins og sýnir hvernig höfundurinn leitast við að gera það gjaldgengt í sínu nýja umhverfi. Jakob Guðmundur Rúnarsson varði ritgerð sína Einhyggja, þróun og framfarir. Heimspeki Ágústs H. Bjarnasonar 20. apríl síðastliðinn. Jakob GUÐNI ELÍSSON OG JÓN ÓLAFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.