Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 14

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 14
13 Undir lok árs 1911 áttu sér stað óformlegar þreifingar um að hópur manna með Ágúst í forsvari keypti tímaritið Eimreiðina af Valtý Guðmundssyni (1860–1928). Ekkert varð af kaupunum en í bréfi til Valtýs kemur fram að Ágúst hafi lengi haft hug á að halda úti tímariti í líkingu við Eimreiðina en taldi sig þá knúinn til að beina kröftum sínum alfarið að störfum sínum við Háskóla Íslands.11 Sú virðist ekki lengur hafa verið raunin árið 1915. Fyrst um sinn kostuðu þeir Jón og Ágúst útgáfuna en Einar sat með þeim í ritstjórn. Jón lést árið 1916 og frá og með þriðja árganginum sagði Einar skilið við tímaritið. Í ávarpinu „Til lesenda og kaupenda Iðunnar“ sem Einar og Ágúst birtu af því tilefni eignaði Einar Ágústi þær vinsældir sem Iðunn hafði þá áunnið sér og kvaðst hafa lagt sífellt minna og minna til útgáfunnar eftir því sem frá leið.12 Ástæða þessa virðist fyrst og fremst hafa verið andstæðar skoðanir þeirra Ágústs og Einars á spíritisma, en hvorugur vildi að Iðunn yrði vettvangur þeirra deilna frekar en orðið hafði. Viðskilnaðurinn virðist, þrátt fyrir allt, hafa farið fram í mesta bróðerni og Ágúst virðist, eftir sem áður, hafa haft mikið álit á ritverkum Einars. Þannig má lesa mjög jákvæða dóma um bæði Sambýli (1918) og Sögur Rannveigar (1919) eftir Ágúst í Iðunni þó svo að hann láti ekki hjá líða að gagnrýna spíritismann sem birtist í skáldskap Einars.13 Í greinaröðinni „Trú og sannanir“ sem birtist í 6. og 7. árgangi Iðunnar birtist hinsvegar afdrátt- arlaus andstaða Ágústs gagnvart þeirri „andatrú“ sem Einar talaði fyrir. Frá og með haustinu 1917 var Ágúst eini útgefandi og eini ritstjóri Iðunnar og hafði því óskorað vald yfir efnisvali og efnistökum. Reyndar gerði hann tilraun til að fá Sigurð Nordal til að taka þátt í útgáfunni strax um sumarið 1916 í kjölfar fráfalls tengdaföður síns og tók svo til orða að hann skyldi „setja“ nafn hans á tímaritið ef hann kærði sig um en Sigurður virðist hafa lofað Ágústi að styrkja Iðunni öðrum tímaritum fremur hvað varðaði efni.14 Þegar Ágúst fer á fjörurnar við Sigurð um efni í næstu hefti þá um haustið tekur hann svo til orða að hann sé í raun orðinn „sama sem einn“ um útgáfuna og eigi „bágt með að fylla hítina“ svo vel sé.15 Bréfaskrif 11 Lbs. 3691 4to, Bréfasafn Valtýs Guðmundssonar, bréf ÁHB, 18. desember 1911. 12 Einar H. Kvaran, „Til lesenda og kaupenda Iðunnar“, Iðunn, 1–2/1917–18, ritstj. Einar H. Kvaran og Ágúst H. Bjarnason, bls. 1. 13 Ágúst H. Bjarnason, „Einar Hjörleifsson Kvaran: Sambýli. Rvk. 1918. Útgef.: Þor- steinn Gíslason,“ Iðunn, 1–2/1918–19, ritstj. Ágúst H. Bjarnason, bls. 148-52; og: Ágúst H. Bjarnason, „Einar H. Kvaran: Sögur Rannveigar. Útg. Þorsteinn Gíslason, Rvík 1919“, 4/1919–1920, ritstj. Ágúst H. Bjarnason, bls. 313-4. 14 Lbs. 10 NF, Bréfasafn Sigurðar Nordal, bréf ÁHB, 13. júlí 1916. 15 Lbs. 10 NF, Bréfasafn Sigurðar Nordal, bréf ÁHB, 20. september 1916. SKEMMTUN, FRÓÐLEIKUR OG NyTSEMD
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.