Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Qupperneq 14
13
Undir lok árs 1911 áttu sér stað óformlegar þreifingar um að hópur manna
með Ágúst í forsvari keypti tímaritið Eimreiðina af Valtý Guðmundssyni
(1860–1928). Ekkert varð af kaupunum en í bréfi til Valtýs kemur fram að
Ágúst hafi lengi haft hug á að halda úti tímariti í líkingu við Eimreiðina en
taldi sig þá knúinn til að beina kröftum sínum alfarið að störfum sínum við
Háskóla Íslands.11 Sú virðist ekki lengur hafa verið raunin árið 1915.
Fyrst um sinn kostuðu þeir Jón og Ágúst útgáfuna en Einar sat með
þeim í ritstjórn. Jón lést árið 1916 og frá og með þriðja árganginum sagði
Einar skilið við tímaritið. Í ávarpinu „Til lesenda og kaupenda Iðunnar“
sem Einar og Ágúst birtu af því tilefni eignaði Einar Ágústi þær vinsældir
sem Iðunn hafði þá áunnið sér og kvaðst hafa lagt sífellt minna og minna
til útgáfunnar eftir því sem frá leið.12 Ástæða þessa virðist fyrst og fremst
hafa verið andstæðar skoðanir þeirra Ágústs og Einars á spíritisma, en
hvorugur vildi að Iðunn yrði vettvangur þeirra deilna frekar en orðið hafði.
Viðskilnaðurinn virðist, þrátt fyrir allt, hafa farið fram í mesta bróðerni
og Ágúst virðist, eftir sem áður, hafa haft mikið álit á ritverkum Einars.
Þannig má lesa mjög jákvæða dóma um bæði Sambýli (1918) og Sögur
Rannveigar (1919) eftir Ágúst í Iðunni þó svo að hann láti ekki hjá líða að
gagnrýna spíritismann sem birtist í skáldskap Einars.13 Í greinaröðinni „Trú
og sannanir“ sem birtist í 6. og 7. árgangi Iðunnar birtist hinsvegar afdrátt-
arlaus andstaða Ágústs gagnvart þeirri „andatrú“ sem Einar talaði fyrir.
Frá og með haustinu 1917 var Ágúst eini útgefandi og eini ritstjóri
Iðunnar og hafði því óskorað vald yfir efnisvali og efnistökum. Reyndar
gerði hann tilraun til að fá Sigurð Nordal til að taka þátt í útgáfunni strax
um sumarið 1916 í kjölfar fráfalls tengdaföður síns og tók svo til orða að
hann skyldi „setja“ nafn hans á tímaritið ef hann kærði sig um en Sigurður
virðist hafa lofað Ágústi að styrkja Iðunni öðrum tímaritum fremur hvað
varðaði efni.14 Þegar Ágúst fer á fjörurnar við Sigurð um efni í næstu hefti
þá um haustið tekur hann svo til orða að hann sé í raun orðinn „sama sem
einn“ um útgáfuna og eigi „bágt með að fylla hítina“ svo vel sé.15 Bréfaskrif
11 Lbs. 3691 4to, Bréfasafn Valtýs Guðmundssonar, bréf ÁHB, 18. desember 1911.
12 Einar H. Kvaran, „Til lesenda og kaupenda Iðunnar“, Iðunn, 1–2/1917–18, ritstj.
Einar H. Kvaran og Ágúst H. Bjarnason, bls. 1.
13 Ágúst H. Bjarnason, „Einar Hjörleifsson Kvaran: Sambýli. Rvk. 1918. Útgef.: Þor-
steinn Gíslason,“ Iðunn, 1–2/1918–19, ritstj. Ágúst H. Bjarnason, bls. 148-52; og:
Ágúst H. Bjarnason, „Einar H. Kvaran: Sögur Rannveigar. Útg. Þorsteinn Gíslason,
Rvík 1919“, 4/1919–1920, ritstj. Ágúst H. Bjarnason, bls. 313-4.
14 Lbs. 10 NF, Bréfasafn Sigurðar Nordal, bréf ÁHB, 13. júlí 1916.
15 Lbs. 10 NF, Bréfasafn Sigurðar Nordal, bréf ÁHB, 20. september 1916.
SKEMMTUN, FRÓÐLEIKUR OG NyTSEMD