Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Síða 15

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Síða 15
14 Ágústs til Sigurðar leiða í ljós að hann var alls ekki ánægður með annan árgang Iðunnar og mat framlag Einars H. Kvaran ekki mikils og virðist hreinlega hafa hlakkað til að losna við hann og fá fullt vald yfir ritstjórn blaðsins. Hann gaf hinsvegar ekki strax frá sér þá hugmynd að fá Sigurð til liðs við sig og bauð honum um vorið 1917 að „vera með á blaðinu“. Þá þegar voru áskrifendurnir orðnir fleiri en 1800 og Ágúst hafði einsett sér að reyna að gera Iðunni að „besta og þarfasta“ tímariti landsins.16 Ekki fór svo að Sigurður tæki þátt í útgáfu eða ritstjórn Iðunnar með Ágústi og hann lét þau orð falla í bréfi til Sigurðar í kjölfarið að hann yndi því vel að vera einn um útgáfuna og ritstjórnina.17 Ágúst hafði því veg og vanda af útgáfu 1.–7. árgangs Iðunnar árin 1915– 23. Á þeim tíma voru fjögur tölublöð í hverjum árgangi. Tvö fyrri tölu- blöðin voru gjarnan gefin út samtímis að hausti en hið þriðja um jólaleytið og hið síðasta um vorið. Tímaritið var bæði vinsælt og útbreitt. Undir lok útgáfu 4. árgangsins voru fastir kaupendur orðnir á þriðja þúsund.18 Því var síðar fleygt á opinberum vettvangi að eitthvað af þessari tiltölulega skjótu velgengni hefði mátt rekja til þeirra vinsælda sem „gamla Iðunn“ hefði notið á sínum tíma.19 Fyrstu heftin hlutu jákvæða dóma. Í Eimreiðinni var Iðunni lýst sem skemmtilegu, fróðlegu og fjölbreyttu tímariti sem væri fullt tilefni til að óska langra lífdaga.20 Í blaðinu Þjóðstefnu var því haldið fram strax á fyrsta útgáfuári Iðunnar að hún gerði „tilkall til þess að vera besta tímaritið sem kemur út á Íslandi“.21 Þessar jákvæðu viðtökur náðu alla leið til Vesturheims en í Heimskringlu þann 23. mars 1916 birtist sérstök tilkynning þess efnis að Iðunn væri uppseld hjá seljandanum í Winnipeg.22 Þegar Símon Jóh. Ágústsson leit yfir ævistarf Ágústs árið 1952 lýsti hann ritstjórnarstíl hans, bæði við Iðunni og Vöku, sem „alþýðlegum og fræðandi“, og það hefði átt mikilvægan þátt í því að gera Iðunni að einu 16 Lbs. 10 NF, Bréfasafn Sigurðar Nordal, bréf ÁHB, 14. apríl 1917. 17 Lbs. 10 NF, Bréfasafn Sigurðar Nordal, bréf ÁHB, 17. júlí 1917. 18 Ágúst H. Bjarnason, „Tilkynning frá ritstjóra“, Iðunn, 4/1918–19, ritstj. Ágúst H. Bjarnason, bls. 328. 19 [G-m], „Hitt og þetta. Eftir bónda í grennd við Rvk“, Nýja Dagblaðið, 23. október 1936, bls. 2. 20 Valtýr Guðmundsson, „[Án titils]“, Eimreiðin, 1/1916, ritstj. Valtýr Guðmundsson, bls. 72–3. 21 [St.], „Ritfregn“, Þjóðstefna, 12. október 1916, bls. 1–2., bls. 2. 22 [NN], Heimskringla, 23. mars 1916, bls. 8. Sú staðreynd þarf nú reyndar ekki að segja mikið um raunverulegan fjölda seldra eintaka. Jakob GuðmunduR RúnaRsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.