Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 29

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 29
28 runninn.65 Þessi afstaða undirstrikar að þau einkenni íhaldssemi og þjóð- ernishyggju sem má greina í fjölmörgum textum Ágústs jafngilda því ekki að hann hafi litið framhjá hinum pólitískum veruleika og stéttaskiptingu íslensks samfélags. Því til stuðnings má einnig benda á grein hans „Ný þingskipan“ (1919) þar sem hann lagði til að stjórnskipan landsins yrði breytt með þeim hætti að efri deild Alþingis yrði skipuð samkvæmt „stétta- kjöri“, þar sem hver stétt fengi fimm fulltrúa.66 „Heimsmyndin nýja“ Metnaður Ágústs til að kynna fyrir lesendum sínum nýjan hugsunarhátt, ný viðmið, nýjan mannskilning og nýja heimsmynd er hvergi skýrari á síðum Iðunnar en í greinaröðinni „Heimsmyndin nýja“ sem birtist í fjórum fyrstu árgöngunum og samanstóð af sex greinum þar sem leitast var við að draga upp heildstæða mynd af uppruna, gerð, og þróun veruleikans í vís- indalegu ljósi, frá efni, til lífs og loks anda. Í greinunum er teflt fram nýrri heimsmynd á grundvelli vísindalegra rannsókna gegn þeirri heimsmynd sem skiptir heiminum í lifandi og dauða hluti og lifandi verum í skynlausar og skyni gæddar. Sú heimsmynd sem gerði ráð fyrir skýrt aðgreindum og eðlisólíkum sviðum efnis, lífs og anda var fyrir borð borin því samkvæmt hinni nýju heimsmynd vísindanna „þróast hvað fram af öðru í eðlilegri rás viðburðanna, og að hinn sýnilegi heimur sé því ein óslitin samanhangandi heild“. Hér er því grunnurinn lagður að því að kynna fyrir almennum les- endum þær kenningar um verufræðilega einhyggju sem höfðu einkennt heimspeki Ágústs frá upphafi. Hlutverk vísindanna var að kanna ólíka þætti tilverunnar en það er heimspekinnar að móta úr þeirri þekkingu „samstæða heild“ sem sýnir „líkt og í skuggsjá“ gerð og uppruna heims- ins.67 Hugmyndin um þróun sem algilt lögmál sem tók til allrar tilver- unnar, gegndi lykilhlutverki í þessu sambandi, sem og sú verufræðilega orkuhyggja sem Ágúst hafði þegar gert grein fyrir bæði í Almennri sálar- fræði (1916) og Almennri rökfræði (1913). Samkvæmt hinni nýju heims- 65 Ragnheiður Kristjánsdóttir, Nýtt fólk. Þjóðerni og íslensk verkalýðsstjórnmál 1901- 1944, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2008, bls. 149–50, neðanmáls. 66 Ágúst H. Bjarnason, „Ný þingskipan“, Lögrétta 9. júlí 1919, bls. 1–2. (Samkvæmt tillögu Ágústs yrðu skilgreindar fimm stéttir: I: Starfsmenn landsins, II: Kaup- sýslumenn, III: Iðnaðar- og verkamenn, IV: Sjómenn og farmenn, V: Bændur og búalið.) 67 Ágúst H. Bjarnason, „Heimsmyndin nýja“, Iðunn, 1/1915–16, ritstj. Einar H. Kvaran, Ágúst H. Bjarnason og Jón Ólafsson, bls. 33–49, bls. 33. Jakob GuðmunduR RúnaRsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.