Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Síða 34
33
Gjarnan er minnst á verk Williams Painters The Palace of Pleasure (1566–
7) í yfirlitsritum sem fjalla um leikbókmenntir eða bókmenntasögu
Englands. Sú staðreynd að það er talið uppspretta söguþráða sem leikskáld
Elísabetartímans, þar á meðal Shakespeare, nýttu sér við samningu verka
sinna hefur forðað því frá þeirri algjöru gleymsku sem hafa verið örlög
flestra nóvellusafna frá þessu tímabili. En The Palace of Pleasure hefur hins
vegar ekki hlotið neina athygli að ráði á eigin forsendum eða verið skil-
greint sem annað og meira en auðveldlega afgreiddur hlekkur á milli mik-
ilvægari verka og hefða.1
Helstu undantekningarnar á þessu eru þeir Joseph Haslewood, sem rit-
stýrði verkinu og gaf út sjálfur árið 1813, og Joseph Jacobs, sem ritstýrði
útgáfu sem byggir á vinnu Haslewood og var gefin út 1890.2 Á síðustu
árum hafa fræðimenn sem áhuga hafa á prósaverkum frá þessu tímabili
1 Þessi grein er unnin upp úr kafla í doktorsritgerð minni Building and Rebuilding the
Palace of Pleasure: Translation and Rewriting in Early Modern England sem var varin
við íslensku- og menningardeild í maí 2015.
2 William Painter, The Palace of Pleasure, 1567, 3 bindi, New york: Dover Publica-
tions, 1890; endurprentað 1966. Auk þessara tveggja 19. aldar útgáfna könnuðu
þeir Emil Koeppel og Douglas Bush uppruna nokkurra frásagna, René Pruvost
fjallaði um þær sögur sem komnar voru frá Bandello líkt og Herbert G. Wright
gerði um sögurnar frá Boccaccio á fyrri hluta 20. aldar. Emil Koeppel, Studien
zur Geschichte der Italienischen Novelle in der Englishen Litteratur de Sechzehnten Ja-
hrhunderts, Strassburg: Karl J. Trübner, 1892; Douglas Bush, „The Classical Tales
in Painter's Palace of Pleasure“, Journal for English and German Philology 23, 3/1924;
René Pruvost, Matteo Bandello and Elizabethan Fiction, Paris: Librairie Ancienne
Honoré Champion, 1937; Herbert G. Wright, Boccaccio in England from Chaucer
to Tennyson, University of London, Athlone Press, 1957.
Ásdís sigmundsdóttir
Höll ánægju og gagnsemi
Um innkomu Palace of Pleasure
eftir William Painter í bókmenntakerfi 16. aldar
á Englandi
Ritið 2/2015, bls. 33–64