Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Side 40
39
geta samþykkt.“15 Þessir þættir verða líka fyrir áhrifum hver frá öðrum, til
dæmis getur staða upprunatextans þróast samhliða breytingum á menn-
ingarlegri sjálfsmynd móttökumenningarinnar. Eftir því sem staða henn-
ar sem bókmenntamenningar verður öruggari gagnvart öðrum, breytist
viðhorfið til erlendra texta. Þetta ferli gerist oft stig af stigi og Lefevere
heldur því fram að fyrsta skrefið í að fjarlægja sig hinum erlendu textum
sé að réttlæta þá þætti í upprunatextunum sem eru taldir á einhvern hátt
óviðeigandi í móttökumenningunni.
Þetta má sjá í þýðingum á verkum sem voru talin siðferðilega vafasöm
en tilheyrðu þó hinni dáðu klassísku arfleið eins og Ummyndunum Óvíds.
Siðprúðir Englendingar áttu að lesa slík verk sem dæmi um það hvernig
átti ekki að hegða sér. Í formála Arthurs Goldings til lesenda í þýðingu
sinni á Ummyndunum frá 1567 leggur hann áherslu á að þó að uppátæki
hinna „fölsku guða“ séu siðferðilega röng og að þekkingin á hinum sanna
Guði hafi sýnt að þeir væru ekki guðir, þá megi enn læra eitthvað af þessum
sögum.16 Golding fullyrðir að ummyndanirnar í sögunum séu allegóríur,
þar sem skáldið ögri fólki sem ekki lifi dyggðugu lífi og á þann hátt getur
hann afsakað hneykslanlegt innihaldið. Painter og aðrir þýðendur nóvella
á Englandi notuðu svipaðar aðferðir þegar þeir kynntu persónur sínar sem
manngerðir sem lesendur gætu forðast eða reynt að líkjast.
Almennt séð var þó talið til góðs eða jafnvel nauðsynlegt að þýða klass-
ískar bókmenntir á enska tungu. Eins og Sir Thomas Elyot segir í bók
sinni The boke named the Governour (1531):
Eins og Rómverjar þýddu visku Grikkjalands inn í borg sína:
getum við, ef okkur lystir, flutt lærdóminn og visku beggja til þessa
Englandsríkis, með þýðingum verka þeirra; þar sem Frakkar, Ítalir,
og Þjóðverjar hafa tekist á við líkt verkefni, til okkar ekki lítillar
minnkunar fyrir vanrækslu okkar og leti.17
15 Lefevere, Translation, Rewriting and the Manipulation of Literary Fame, London og
New york: Routledge, 1992, bls. 87.
16 Ovid, The. XV. Bookes of P. Ovidius Naso, entytuled Metamorphosis, translated oute of
Latin into English meeter, by Arthur Golding Gentleman, a worke very pleasaunt and
delectable, London: Willyam Seres, 1567, A2r.
17 Elyot, The boke named the governour: fol. 94v. Tilvitnanir í sextándualdar texta eru,
eins og tilvitnanir í fræðimenn, þýddar af mér. Ég hef reynt að viðhalda framand-
leika frumtextans en þó þannig að merking textans skiljist.
HÖLL ÁNÆGJU OG GAGNSEMI