Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 47

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 47
46 að tengja nóvellur við „sagnaþætti“ (e. histories), en þýðendur notuðu slík tengsl seinna til að gefa verkunum meiri vægi eins og rætt verður frekar hér að neðan. Þessi óljósa lýsing Boccaccios á því hvað skyldi kalla frásagnir hans er einkennandi fyrir teygjanleika greinaflokkunar á endurreisnartímabilinu, eins og Rosalie L. Colie heldur fram.34 Hin almenna hrifning á því að enduruppgötva og endurnota gömul bókmenntaform, ásamt tilhneiging- unni til að auka við og blanda saman bókmenntagreinum og formum, gera það að verkum að Glyn P. Norton varar við þeim erfiðleikum sem óhjá- kvæmilega fylgi því að reyna að takast á við spurninguna um greinar í sam- hengi bókmenntakenninga endurreisnarinnar.35 Eigi að síður er mikilvægt að velta fyrir sér spurningunni um greinar verka sem ekki eru hefðbundin eða hluti af klassískum bókmenntakenningum, svo og stöðu þeirra innan bókmenntakerfisins. Þó að útlínur nóvellunnar hafi verið frekar óskýrar í augum Boccaccios virðist sem hugmyndir um hana hafi orðið skýrari eftir því sem hún þróaðist, þannig að þegar Bandello gaf út sínar sögur um miðja sextándu öld, segir hann í ávarpi sínu til lesenda: „Ég, þegar fyrir mörgum árum, hóf að skrifa nokkrar nóvellur“.36 Ólíkur uppruni textanna í safni Painters, fjöldi höfunda og mismun- andi ritunartími og upprunaland, kalla á þá spurningu hvort hægt sé að skilgreina alla textana í safninu sem nóvellur og ef notuð er hin útilok- andi skilgreining, væri slíkt tæpast mögulegt. Á hinn bóginn kallar Painter alla textana nóvellur: „Því í þessum nýlundum eða Nóvellum hér fram settum“ segir hann, auk þess sem hver einstakur kafli ber yfirskriftina Nóvella og svo númer.37 Sjálflæg orðræða (e. meta-discourse) um nóvelluna á Englandi var ekki til staðar þegar The Palace of Pleasure kom út og á meg- inlandinu var lítið um slíka orðræðu þrátt fyrir vinsældir greinarinnar þar. Samkvæmt Carmen Rabell virðist hin sjálflæga orðræða um bókmennta- greinar á Ítalíu hafa hunsað nóvelluna að mestu, þó að einhverjir hafi nefnt hana í framhjáhlaupi, á meðan spænskir bókmenntamenn höfnuðu henni 34 Sjá: Rosalie L. Colie, The Resources of Kind: Genre Theory in the Renaissance, Berkeley, Los Angeles og London: University of California Press, 1973. 35 Glyn P. Norton, „Introduction“, The Cambridge History of Literary Criticism: The Renaissance, ritstj. Glyn P. Norton, Cambridge: Cambridge University Press, 1999, bls. 1–22, hér bls. 9. 36 „Io, già molti anni sono, cominiciai a scrivere alcune novelle.“ Matteo Bandello, „Novelle di Matteo Bandello“, í Raccolta di Novellieri Italiani, Firenze: Borghi, 1832, bls. 12–773, hér bls. 5. 37 William Painter, The Palace of Pleasure, ¶¶2r. Ásdís siGmundsdóttiR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.