Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Síða 51
50
og einstakra sagna hefur hún ýmislegt til síns máls um mikilvægi þess sem
mótar framsetningu verkanna og markmið þeirra fyrir samtímalesendur
og lesendur í dag.
Robert Maslen hefur, í bók sinni um prósaskáldskap frá Elísabetar-
tímanum, sýnt fram á að höfundar og þýðendur hafi verið meðvitaðir um
að bygging eða röð sagna í safni hafi áhrif á túlkun þeirra og skilning.46
Maslen ræðir hvernig þýðendur lögðu áherslu á röð sagnanna sem þeir
þýddu til að tryggja að sú merking sem lesendur lögðu í þær væri í sam-
ræmi við viðurkennd viðhorf.47 Það er hins vegar grundvallarmunur á
þeim þýðingum sem Maslen fjallar um og safnriti Painters. Sögurnar í
The Palace of Pleasure eru ekki samtengdar að neinu umtalsverðu ráði og
Painter krefst þess ekki að þær séu lesnar í ákveðinni röð. Hann er ekki
að setja saman heilsteypta eða samhangandi ádeilu eða rökfærslu heldur
hefur hann áhuga á fjölbreytni. Það þýðir ekki að verk hans hafi ekki verið
byggt upp á meðvitaðan hátt eða að Painter hafi verið grunlaus um þær
tengingar sem val hans á sögum til þýðingar og samsetning þeirra bjuggu
til. Ef bindin tvö af The Palace of Pleasure eru borin saman verður ljóst að
hann gerir sér betur grein fyrir áhrifum byggingar eftir því sem hann öðl-
ast meiri reynslu í að setja saman bók. Í fyrstu útgáfu fyrsta bindis ræðir
Painter heiti verksins. Í „Bréfi til lesenda“ segir hann:
réttilega hef ég nefnt þetta verk Höll ánægjunnar [Palace of Pleasure].
Því líkt og ytra byrði halla tiginna manna er ánægjuleg sjón hvers
manns auga, eru þær prýddar og skreyttar ríkulegum tjöldum og
dýrum, glæsilegum reflum, á hverja saumað er með gulli og silki
í margvíslegum litum, dáðir tiginna manna og kvenna: Að sama
skapi hér í Höll okkar, eru dregnir tignarlegir þættir og stórkostleg-
ar gjörðir merkra manna, framsettar á lifandi þokkafullan hátt og er
mikilfengleg sýn, betur gerð en verk veggtjalda eða refla, því annað
sýnir þær með dauðlegum formum, hitt með talandi rödd lýsir því
hvað á sínum tíma þeir voru.48
Veggtjöldum hinna ríku og valdamiklu er líkt við sögur í bókum og hið
ritaða orð er talið betra því myndir geti aðeins sýnt en textar geti sagt sögu
mikilla manna. Í þriðju og aukinni útgáfu verksins frá 1575 tekur Painter
46 Maslen, Elizabethan Fictions. Umfjöllun hans um Painter er á bls. 82–95.
47 Sama rit, bls. 73.
48 Painter, The Palace of Pleasure, ¶¶¶2rv.
Ásdís siGmundsdóttiR