Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Side 52
51
þessa líkingu lengra og hefur fyrstu sögu verksins á því að fjalla frekar um
heiti verksins. Þegar hér er komið sögu er ástæðan fyrir nafninu sú að
höllin er myndlíking fyrir verkið í heild og þau áhrif sem Painter vonast
til að það hafi:
Líkt og heitið Höll ber með sér tign sem samsvarar Prinsum og
hátignum. Og sem Höll og Hirð með dýrðarsýn af turnum sem
teygja sig til himins, veita yfirbragð mikilfengleika. Og líkt og það
skínandi sjónarspil vekur viðhöfn og tign inni við, þar sem verð-
ugasta innbúið (ei undanskilið gullnum og fágætum skrautmunum)
liggur í hinu tigna fylgdarlagi hirðarinnar gjarnan gædd bestu gjöf-
um Náttúrunnar og mestu verðleikum, nær jarðneskum guðum, jafn
vel í hæfileikum hugans og eiginleikum líkamans: Svo hér í okkar
fyrstu innkomu, vildi ég segja, eins og það væri við Hallarhliðið.49
Af þessari lýsingu má sjá að mikilvægasti hluti hallarinnar er ekki skreyt-
ingarnar eða það ríkidæmi sem hún birtir heldur fólkið sem þar dvelur.
Byggingin er Painter mikilvæg en ekki jafn mikilvæg og að sögurnar verði
lesendum fyrirmyndir að réttri hegðun. Þessi myndlíking er ekki sérlega
áberandi í verkinu að öðru leyti, en innskot Painters hér og þar, sýna að
val hans á efni og uppröðun þess var meðvituð.50 Innskotin draga fram
þá staðreynd að Painter hugsaði verk sitt sem heild og það hvernig hann
vísar fram og aftur í verkin tvö sýnir að hann hafði annað hvort ákveðið
fyrirfram hvaða sögur hann ætlaði að þýða eða að hann ritstýrði sögunum
með það í huga að laga þær hver að annarri. Með þessu er ekki verið halda
því fram að hver einasta saga og staðsetning hennar innan heildarinnar sé
hluti af djúphugsaðri áætlun sem hafi skýr markmið og mikil áhrif á heild-
rænan skilning á verkinu heldur aðeins að hér sé ekki um tilviljanakenndan
eða hugsunarlausan hrærigraut að ræða.
Samtímamenn Painters lásu verk hans af ýmsum ástæðum, sumir á
þann hátt sem hann ætlaðist til en aðrir að öllum líkindum í beinni mót-
sögn við það. Í bréfi til lesenda í öðru bindi verks síns birtir Painter lista
yfir nóvellurnar og lýsingu á því um hvað þær eru. Ekki söguþráð þeirra
heldur hvaða lærdóm skuli draga af þeim: „stuttlega hvaða gagn eftirfar-
andi sögur munu gera þér, ég tel það ekki gagnslaust til upplýsingar, að
49 William Painter, The Palace of Pleasure, London: Imprinted by Thomas Marche,
1575, fol. 1r; Biir.
50 Sjá dæmi um þetta í doktorsritgerð minni.
HÖLL ÁNÆGJU OG GAGNSEMI