Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 52

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 52
51 þessa líkingu lengra og hefur fyrstu sögu verksins á því að fjalla frekar um heiti verksins. Þegar hér er komið sögu er ástæðan fyrir nafninu sú að höllin er myndlíking fyrir verkið í heild og þau áhrif sem Painter vonast til að það hafi: Líkt og heitið Höll ber með sér tign sem samsvarar Prinsum og hátignum. Og sem Höll og Hirð með dýrðarsýn af turnum sem teygja sig til himins, veita yfirbragð mikilfengleika. Og líkt og það skínandi sjónarspil vekur viðhöfn og tign inni við, þar sem verð- ugasta innbúið (ei undanskilið gullnum og fágætum skrautmunum) liggur í hinu tigna fylgdarlagi hirðarinnar gjarnan gædd bestu gjöf- um Náttúrunnar og mestu verðleikum, nær jarðneskum guðum, jafn vel í hæfileikum hugans og eiginleikum líkamans: Svo hér í okkar fyrstu innkomu, vildi ég segja, eins og það væri við Hallarhliðið.49 Af þessari lýsingu má sjá að mikilvægasti hluti hallarinnar er ekki skreyt- ingarnar eða það ríkidæmi sem hún birtir heldur fólkið sem þar dvelur. Byggingin er Painter mikilvæg en ekki jafn mikilvæg og að sögurnar verði lesendum fyrirmyndir að réttri hegðun. Þessi myndlíking er ekki sérlega áberandi í verkinu að öðru leyti, en innskot Painters hér og þar, sýna að val hans á efni og uppröðun þess var meðvituð.50 Innskotin draga fram þá staðreynd að Painter hugsaði verk sitt sem heild og það hvernig hann vísar fram og aftur í verkin tvö sýnir að hann hafði annað hvort ákveðið fyrirfram hvaða sögur hann ætlaði að þýða eða að hann ritstýrði sögunum með það í huga að laga þær hver að annarri. Með þessu er ekki verið halda því fram að hver einasta saga og staðsetning hennar innan heildarinnar sé hluti af djúphugsaðri áætlun sem hafi skýr markmið og mikil áhrif á heild- rænan skilning á verkinu heldur aðeins að hér sé ekki um tilviljanakenndan eða hugsunarlausan hrærigraut að ræða. Samtímamenn Painters lásu verk hans af ýmsum ástæðum, sumir á þann hátt sem hann ætlaðist til en aðrir að öllum líkindum í beinni mót- sögn við það. Í bréfi til lesenda í öðru bindi verks síns birtir Painter lista yfir nóvellurnar og lýsingu á því um hvað þær eru. Ekki söguþráð þeirra heldur hvaða lærdóm skuli draga af þeim: „stuttlega hvaða gagn eftirfar- andi sögur munu gera þér, ég tel það ekki gagnslaust til upplýsingar, að 49 William Painter, The Palace of Pleasure, London: Imprinted by Thomas Marche, 1575, fol. 1r; Biir. 50 Sjá dæmi um þetta í doktorsritgerð minni. HÖLL ÁNÆGJU OG GAGNSEMI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.