Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 64

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 64
63 Í verki sínu Paratexts heldur Gérard Genette því fram að skjaldarmerki og einkunnarorð höfundar á verkum sem þessum megi sjá sem fyrirrenn- ara tilvitnunar (e. epigraph) og gegni svipuðu hlutverki, m.a. að auka virð- ingu höfundarins.85 Þó að í þessu tilviki sé það skjaldarmerki þess sem verkið er tileinkað á forsíðunni er tilgangurinn sá sami. Ef tilvitnun sem tekin er frá virtum höfundi myndar tengsl milli verka höfundanna tveggja, þá hlýtur skjaldarmerki þess sem verk er tileinkað að sama skapi að tengja höfundinn og hann. Jafnvel mætti segja að skjaldarmerkið tengi þá enn nánar en tileinkunin sjálf (ekki síst vegna þess að það var ekki óheyrt að verk væru tileinkuð einhverjum í óþökk hans). Birting skjaldarmerkisins leggur því áherslu á að Painter var að öllum líkindum ekki að sækjast eftir verndara heldur að auglýsa að hann hafði þegar öðlast vernd mikilvægs og valdamikils manns. Skjaldarmerki Warwicks var í raun mjög við hæfi á for- síðunni í ljósi þess að verkið er nátengt hirðinni og riddaramennsku. Bein þýðing einkunnarorðanna „Skömm til þess sem illt hugsar“ mætti einnig lesa sem hluta af varnarviðbrögðum Painters við gagnrýnendum og þeim sem óskuðu honum og verki hans þegjandi þörfina. Þessar aðferðir komu eins og fyrr segir ekki algjörlega í veg fyrir gagn- rýni, en þær virðast a.m.k. hafa dugað til að verkið öðlaðist vinsældir og samþykki innan bókmenntakerfisins. Verkið bar með sér ýmsar hugmynd- ir frá meginlandinu, t.d. um samskipti kynjanna og samband ráðamanna við undirmenn sína, sem áttu eftir að verða kjarni þeirra endurritana sem enskir höfundar unnu úr verkinu næstu áratugina á eftir. The Palace of Pleasure átti eftir að falla í gleymsku, ekki síst vegna þess að fræðimenn hafa verið tregir að viðurkenna margþætt hlutverk þýðinga í bókmennta- sögunni. Áherslan hefur verið á að tengja saman þjóðarbókmenntir, eins og t.d. ítalskar og enskar, án þess að viðurkenna hlutverk þýðinga í því ferli, eða finna uppruna bókmennta innan hins þjóðlega bókmenntakerfis. Rannsóknir á þýðingum eins og The Palace of Pleasure eru nauðsynlegar til að rétta af þessa skekkju. 85 Gérard Genette, Paratexts: thresholds of interpretation, þýð. Jane E. Lewin, Cam- bridge: Cambridge University Press, 1997, bls. 144, 58–59. HÖLL ÁNÆGJU OG GAGNSEMI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.