Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 71

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 71
70 Þegar litið er í yfirlitsrit frá fyrri hluta tímabilsins kemur í ljós að þar lifa aldagamlar hugmyndir um Ísland enn góðu lífi. Í A New Geographical and Historical Grammar frá 1772 eftir Englendinginn Thomas Salmon er fjallað um aðstæður Íslendinga, lífshætti þeirra og náttúru landsins. Höfundur lýsir aðstæðum svo: … þar þrífst vart nokkuð nema einiberjarunnar, birki og víðir; brauðið sem neytt er hér er búið úr þurrkuðum fiski sem hefur verið malaður; og kjötið sem er etið er af sauðum, fyrir utan kjöt af björnum, úlfum og refum; en fiskur með rótum og jurtum er helsta dálæti þeirra.12 Þessi umfjöllun virðist ekki vera mjög frábrugðin lýsingum frá 16. öld, hér eru kynnt gamalkunn viðhorf sem höfðu verið ráðandi um aldir um nyrstu svæði Evrópu. Talið var að lífshættir og aðstæður væru svipaðar í stórum dráttum í öllum löndum þess svæðis: Að þau væru nánast óbyggileg: Þar með talið voru bæði Ísland og Grænland. Þegar Englendingurinn John Barrow kom til Íslands um miðjan fjórða áratug 19. aldar sá hann margt athugavert við lífshætti landsmanna; eftir för sína skrifaði hann bókina A Visit to Iceland sem kom út árið 1835. Honum fannst t.d. húsakynni almennings í Reykjavík minna mjög á hreysi Íra. Þeir hefðu reyndar verið fyrstir manna til að koma til Íslands en nú minnti ekk- ert á það lengur nema aumir kofar, fullir af reyk, óreiðu og óþef! Barrow nýtti flest tækifæri til þess að draga fram skoðanir sínar á Írum sem hann hafði ekki háar hugmyndir um.13 Barrow setti Íslendinga ítrekað í ákveðið samhengi. Þeir væru afar sein- látir og hefðu verið óratíma að koma sér af stað í ferðalög. Þó var frágang- ur á farangri hans að hans sögn hvorki erfiður né flókinn. Algengt var að lýsa framandi þjóðum á þennan hátt, t.d. „Hottentottum“ í Afríku sem væru bæði latir og seinir.14 Barrow lýsti Íslendingum því sem andstæðu sinni, þeir líktust Írum og væru latir og huglausir; hann djarfur og snögg- 12 Thomas Salmon, A New Geographical and Historical Grammar; Containing the True Astronomical and Geographical Knowledge of the Terraqueous Globe: And also the Modern State of the Several Kingdoms of the World [etc.], London: W. Johnston, 1772, bls. 256–257. 13 John Barrow, A Visit to Iceland, by Way of Tronyem, in the „Flower of Yarrow“ Yacht, in the Summer of 1834, London: John Murray, 1835, bls. 114–117. 14 M.a. Mary Louise Pratt, Imperial Eyes. Travel Writing and Transculturation, New york: Routledge, 2008, bls. 44. sumaRliði R. ísleifsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.