Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Qupperneq 76
75
Óhreinlæti Grænlendinga og mataræði þeirra voru vinsæl umræðuefni
í þessu samhengi og rætt um sóðaskap þeirra, daun í híbýlum og tötralegan
klæðnað. Helst ætu þeir hálffrosið eða hálfrotið selkjöt eins og aðrar þjóðir
snæddu pylsur og teldu það hnossgæti. Sumir ætu jafnvel af slíkri græðgi
að þeir köstuðu upp en vildu samt halda áfram átinu.34 Hýenur virtust
fremur kunna sér magamál en þeir. Þeir ætu jafnvel eigin lýs eða byðu
gestkomandi þær sem lostæti. Bandaríkjamaðurinn Isaac I. Hayes fullyrti
þó að þessir hættir væru ekki bundnir við Grænlendinga. Svipaðar fregnir
væri að hafa af búskmönnum í sunnanverðri Afríku.35 Hér eru „eiginleik-
ar“ Grænlendinga því gerðir skiljanlegir með því að líkja þeim við hýenur,
búskmenn eða þá páfagauka og apa, fólk og dýr í Afríku þar sem talið var
að villimennskan réði ríkjum.
Sumar lýsingar fjölluðu um illsku og grimmd heimamanna, svo sem
miskunnarleysi gagnvart öldruðum og hjálparlausum, grimmd gagnvart
vandalausum og þjófnað frá útlendingum. Sögur um þjófnað voru algeng-
ar en þó var á það bent að sumir frumbyggjar annars staðar í heiminum,
t.d. á eyjum í Kyrrahafi, væru enn verr haldnir af þessum lesti.36 Töluvert
var einnig rætt um að grænlenskar konur reyndu að tæla leiðangurs-
menn eða þá að þær seldu sig og það afar ódýrt, og fengju jafnvel leyfi
eigin mannsins.37 Undirferli og svik Grænlendinga komu líka við sögu.38
„Eskimóar“ gætu því vart staðið neðar hvað varðar siðmenningu. Þeir
stæðu t.d. frumbyggjum Ameríku langt að baki en væru þó Afríkumönnum
fremri.39 Kynþáttahyggja skiptir miklu máli í þessu samhengi. Fræðimenn
á 18. og 19. öld tóku sér fyrir hendur að sanna „vísindalega“ að fólk utan
hins vestræna heims væri ekki búið sömu hæfileikum og Evrópumenn.
34 Isaac I. Hayes, An Arctic Boat-Journey in the Autumn of 1854, bls. 44, 128–129 og
víðar. – Robert Huis, The Last Voyage of Capt. Sir John Ross, bls. 505.
35 John Ross, Narrative of a Second Voyage in a Search of a North-West Passage, and of
a Residence in the Arctic Regions, During the Years 1829, 1830, 1831, 1832, 1833 …
Including the Reports of Commander, now Captain, James Clark Ross …… and the Dis-
covery of the Northern Magnetic Pole, Brussel: Ad. Wahlen, 1835, bls. 179, 249–250,
313–314. – Robert Huis, The Last Voyage of Capt. Sir John Ross, bls. 249.
36 David Crantz, The History of Greenland I, bls. 188–195. – Robert Huis, The Last
Voyage of Capt. Sir John Ross, bls. 238.
37 Robert Huis, The Last Voyage of Capt. Sir John Ross, bls. 192, einnig bls. 244 og
524.
38 Isaac Israel Hayes, An Arctic Boat-Journey in the Autumn of 1854, bls. 167; einnig
bls. 169, 231. Hayes staðhæfði að Inúítar hefðu ætlað að láta hunda sína drepa hann
en hann hefði bjargað sér með snarræði.
39 Robert Huis, The Last Voyage of Capt. Sir John Ross, bls. 246.
INNAN EÐA UTAN EVRÓPU?