Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 99

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 99
98 ur sem sameini einstaklinga, ekki aðeins í ást og hjónabandi, heldur einnig í vináttu og áhugamálum.28 Sameiningartáknið Austen er meginviðfangsefni Jane Austen leshrings- ins. Þar hittast fimm konur og einn karl sem lesa og ræða sögur Austen hverja á eftir annarri. Sérhver skáldsagnanna sex verður einskonar lykill að lífssögu lesendanna, rétt eins og William Deresiewicz lýsti þegar hann speglaði lífshlaup sitt í sögum Austen, og með þessum hætti varpa þær ljósi á sjálfsmyndir og fjölskyldubönd. Lesandinn er jafnframt hvattur til þess að bera sögupersónur Austen saman við þær sem eru í leshringnum. Mánuðina sem leshringurinn fundar bindast einstaklingarnir vináttubönd- um, pör treysta samband sitt, persónurnar verða ástfangnar og almennar breytingar verða á högum þeirra, sem rekja má m.a. til þess sjálfsskilnings sem bækur Austen veita þeim. Í bók Elizabeth Long er mótandi máttur lesturs settur í samhengi við viðtökufræðilegar kenningar Wayne Booth, Adam Zachary Newton og Mörthu Nussbaum, en öll eru þau á þeirri skoðun að lestur geti haft umbreytingu í för með sér, jafnt fyrir sjálfsmynd einstaklingsins og sam- félagið allt þegar svo ber undir. Nussbaum segir lesendur geta dregið siðferðilegan lærdóm af lestri bóka vegna þess að þeir taki þátt í lífi ann- arrar persónu. Þeir setji sig inn í lífshlaup hennar og þurfi að sýna henni hluttekningu. Skáldsögur geti þannig verið kennslustundir í siðferðilegum viðhorfum.29 Wayne Booth segir óhjákvæmilegt að lesandinn bregðist við persónum og sögufléttum með hliðsjón af eigin reynslu, út frá öðrum manneskjum sem hann hafi kynnst og þeim sögum sem hann hafi áður lesið. Lestrarreynslan veki upp svipuð viðbrögð og bein samskipti við annað fólk. Samkvæmt Adam Zachary Newton fylgist lesandinn með lífi persónunnar; hann er sér meðvitaður um siðferðilegar áherslur sögunnar og þær hafa áhrif á skilning hans á textanum. Long gagnrýnir Newton og Booth fyrir að taka ekki tillit til þess hversu mismunandi lestur getur verið og bækur fjölbreytilegar. Booth viðurkenni að menningarleg umgjörð hafi 28 Sjá m.a. Lori Smith, A Walk with Jane Austen. A Journey into Adventure, Love & Faith, Colorado Springs, CO: WaterBrook Press, 2007; Amy Elizabeth Smith, All Roads Lead to Austen. A Yearlong Journey With Jane, Naperville, Ill: Sourcebooks, 2012; Laurel Ann Nattress, ritstj., Jane Austen Made Me Do It, New york: Ballantine Books, 2011; Nancy Moser, Just Jane. A Novel of Jane Austen’s Life, Minneapolis, MN: Bethany House Publishers, 2007; og Lynn Shepherd, Murder at Mansfield Park, London: Beautiful Books, 2010. 29 Elizabeth Long, Book Clubs: Women and the Uses of Reading in Everyday Life, bls. 24. ALDA BJÖRK VALDIMARSDÓTTIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.