Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Qupperneq 102
101
Þessi hugmynd um lestrarferlið kemur afskaplega skýrt fram í bók Amy
Elizabeth Smith, All Roads Lead to Austen, en þar heldur Amy í heils árs
ferðalag um Suður- og Mið-Ameríku með ferðatösku fulla af spænskum
þýðingum á skáldsögum Jane Austen. Smith dvelur í Guatemala, Mexíkó,
Ekvador, Síle, Paragvæ og Argentínu og á hverjum stað stofnar hún les-
hring með innfæddum, m.a. til þess að átta sig betur á því hvort verk
ensku skáldkonunnar snúist ekki um sammannlegar spurningar. Rétt eins
og hjá Lori Smith fléttast lestrarferðin og vegferðin saman, hún þroskast
og breytist og lesandinn er hvattur til þess að glíma við spurningar um
lestur og þroska og ferðalög og þroska: „Virðist höfundurinn hafa breyst
á einhvern hátt eftir upplifanir hans í Rómönsku Ameríku? Vex hún og
þroskast? Hvernig gerist það, ef þú ert sammála því? Breytist samband
hennar við móður sína? Hvernig gerist það, ef sú er raunin?“38
Í Jane Austen leshringnum verða breytingar á högum allra meðlima
hringsins og spurningar vakna meðal lesanda sögunnar um hvort þær megi
rekja til lestursins á Austen og stuðningsins sem þau hafa hvert af öðru. Það
er þó ekki augljóst hvort persónurnar þroskist í lestrinum og í samskiptum
sín á milli, en lesturinn gerir þær vissulega móttækilegri fyrir breytingum.
Sú hugmynd að lestur sé þroskandi er í anda þeirra lestrarhugmynda sem
Deresiewicz boðar og hugsanlega er hann undir áhrifum frá samstarfs-
manni sínum við yale-háskóla, Harold Bloom, sem segir í bók sinni How
to Read and Why að markmið lesturs sé að þroska sjálfið. Við lesum til þess
að styrkja sjálfið og lærum á áhugasvið þess. Láttu innra ljósið stýra lestri
þínum segir Bloom og vitnar í Milton og Emerson. Fræðimaður er ljós
sem kveikir ást og þrá í öðrum mönnum. Þú þarft því ekki að óttast að
lestur sé sjálfhverfur. Ef þú helgar þig lestri muntu með vinnu þinni lýsa
öðrum.39
Segja má að lesendur Jane Austen leshringsins sjái Jane Austen sem slíkt
ljós. Hún á að lýsa leið sexmenninganna og koma því til leiðar að þeir
átta sig betur á þeim mikilvægu ákvörðunum sem þeir þurfi að taka. Long
bendir á að leshringir geti hjálpað konum að glíma við tómleika, flækjur og
mótsagnir í lífi sínu. Þeir bjóði upp á hughreystandi umræður þar sem lífi
í bókum sé blandað saman við lífið sem fólk lifi. Í leshringjum sem haldi
velli áratugum saman verði meðlimirnir oft vitni að miklum umbreyting-
38 Amy Elizabeth Smith, All Roads Lead to Austen. A Yearlong Journey With Jane, bls.
364.
39 Harold Bloom, How to Read and Why, New york og London: Scribner, 2000, bls.
22–24.
VISKA JANE AUSTEN OG FERÐ LESANDANS