Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Síða 106

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Síða 106
105 að leiða til sjálfshjálpar yfirborðslegur eða ósannur. Og að ef lestur leiði til breytinga sé sú breyting ekki endilega persónunum til góðs. Þegar bókum er breytt í sjálfshjálparbækur getur lesturinn stýrt einstaklingum í ákveðn- ar áttir og ekki er öruggt að þeir vilji í raun og veru taka þær ákvarðanir sem lesturinn á bókunum gaf til kynna að þeir ættu að taka. Sagan sem spegill lesandans Juliette Wells varpar fram þeirri spurningu hvort konur lesi á ákveðinn hátt og vitnar máli sínu til stuðnings í Anne G. Berggren. Berggren hefur aldrei getað skilið í sundur líf og lestur og leitar í skáldsögur til að fá svör við ýmsu í daglegu lífi sínu, hvort sem það er kynlíf eða vandinn við að ala upp börn. Berggren tók viðtöl við konur um lestrarreynslu þeirra og sögðust þær leita að bókum sem þær skildu, sem segðu þeim eitthvað um þær sjálfar, en aðrar kváðust leita að merkingu eða persónulegum svör- um í skáldsögum, til dæmis við spurningum um hvernig það væri að vaxa úr grasi. Konurnar sem Berggren ræddi við litu á skáldsögurnar eins og framlengingu á lífi sínu og með hliðsjón af þeirri niðurstöðu telur Wells að áhugasamir lesendur Austen, sérstaklega konur, nálgist sögur hennar á svipaðan hátt; þær leiti að persónulegri merkingu og vonist til þess að lesturinn leiði til þess að þær skilji sjálfar sig betur.52 Elizabeth Long heldur því fram að leshringir séu yfirleitt fyrir mið- stéttarkonur sem sækist eftir frekari fullnægju í lífinu, hafi áhuga á að skoða persónulega sjálfsmynd sína eða vilji umbreyta sjálfinu.53 Konurnar upplifi ákveðna nánd í umræðunni um bækurnar, sem gefi þeim einnig nauðsynlega fjarlægð á vandamálin og tækifæri til að beita orðræðu sem þær hafi ekki aðgang að hversdagslega. Túlkunin á sögunum verður oft persónuleg eða eins og ein konan segir um sinn leshring: „Við deilum fréttum og tilfinningum um sambönd, fæðingar, fósturlát, missi, gleði og sorg. Við ræðum kynferði, vald konunnar (og skort á því), og siðferðilegt val … Undir lok umræðunnar upplifum við breytingu á skilningi okkar. Ólík sjónarmiðin hafa aukið á skilning okkar á bókinni. Við breytum því ekki hver við erum en við verðum meira en við vorum.“54 52 Juliette Wells, Everybody’s Jane: Austen in the Popular Imagination, bls. 21. 53 Elizabeth Long, Book Clubs: Women and the Uses of Reading in Everyday Life, bls. 73. 54 Sama heimild, bls. 111. VISKA JANE AUSTEN OG FERÐ LESANDANS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.