Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Side 108

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Side 108
107 vaknaði lá hún í faðmi Corinne. Það var ómótstæðilegt að kynnast á þenn- an hátt.“59 Þessi atburðarás minnir um margt á það hvernig Marianne kynntist sínum Willoughby sem aðstoðar hana inn úr rigningunni þegar hún snýr sig á fæti. En líkt og gerðist með Willoughby fer Corinne illa með Allegru og þær eru hættar saman þegar sagan hefst. Það er lesandi Jane Austen leshringsins sem brúar bilið milli persóna sög- unnar og persóna Austen, en vitanlega með hjálp frá Fowler. Sú bók sem er lesin hverju sinni varpar ljósi á persónuna sem heldur fundinn. Þannig lesa þau Mansfield Park hjá Prudie, Persuasion hjá Sylvíu og svo framvegis. Lesandinn fær þannig tilfinningu fyrir því hvernig persónur bókarinnar samsama sig ákveðnum persónum úr sögum Austen. Hann skilur betur hvers vegna þær vilja eigna sér ákveðna bók með því að lesa hana heima hjá sér og sér áhrifin sem bókin kann að hafa haft á persónuna. Á sama hátt skyggnast persónur Jane Austen leshringsins inn í hugarfylgsni félaga sinna með hjálp bóka Austen. Juliette Wells vitnar í Ritu Felski og bók hennar Uses of Literature en þar spyr Felski sig þeirrar spurningar hvað það merki að sjá sjálfa sig í bók: „Skyndilega án viðvörunar, birtist leiftur hins kunnuga sem brúar bilið milli textans og lesandans. […] Ég er ávörpuð, dregin fram, gert að greina frá sjálfri mér. Ég get ekki annað en séð sjálfa mig í því sem ég les. Óneitanlega hefur eitthvað breyst, sjónarhorn mitt er annað, ég sé það sem ég sá ekki áður.“60 Wells tekur undir með Felski og leggur áherslu á að fræðimenn og áhugalesendur séu ekki endilega svo ólíkir í hægindastóln- um heima hjá sér. Sem lesendur séu þeir á valdi textans sem dragi þá að sér og fangi. Felski hvetur fræðimenn til að vera sér meðvitaða um hvernig þeir séu varnarlausir gagnvart textanum og ofurseldir honum.61 Tengslin á milli Prudie og Fanny Price myndast svo dæmi sé tekið í senn innan leshringsins og hjá lesendum skáldsögunnar. Dýpstum skiln- ingi nær sá lesandi Jane Austen leshringsins sem þekkir vel til verka Austen, en ætla má að þar sé að finna hinn upprunalega markhóp þótt hann hafi með vaxandi vinsældum sögunnar orðið mun stærri. Frönskukennarinn Prudie heldur fundinn þegar þær lesa Mansfield Park og margt í fari henn- ar er hliðstætt lýsingum Austen á Fanny Price. Líkt og Fanny er hún föl og fíngerð í útliti: „Prudie var með sérstakt andlit, djúpstæð augu, mjög 59 Sama heimild, bls. 52. 60 Juliette Wells, Everybody’s Jane: Austen in the Popular Imagination, bls. 68. Wells vitnar hér í Ritu Felski, Uses of Literature, Malden, MA: Blackwell, 2008, bls. 23. 61 Sama heimild, bls. 68–69. Sjá einnig Rita Felski, Uses of Literature, bls. 54–55. VISKA JANE AUSTEN OG FERÐ LESANDANS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.