Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Side 112
111
sem Long segir slíkar samkomur gjarnan hafa, en hún heldur því fram að
margir nútímaleshringir skapi nærveru sem sé sambærileg við vináttu og
að konurnar sæki styrk í félagsskapinn. Umræðan um bækurnar geri kon-
unum kleift að tala á annan hátt um sjálfið og um líf sitt og þær heyri sögur
af reynslu annarra kvenna, hvaða leiðir þær fóru í lífinu. Slík reynsla geti
leitt til breytinga.79 Fowler gefur vaxandi sjóndeildarhring persónanna
m.a. til kynna með því að sýna hvernig þær víkka út bókmenntasmekk
sinn. Karlmaðurinn í hópnum, Grigg, hafði aldrei lesið Austen áður en
hann byrjaði í leshringnum, vísindaskáldsögur voru hans helsta áhugamál
þegar kom að bókum. Systir hans Cat telur nokkuð öruggt að hann sé
orðinn ástfanginn af einhverri í leshringnum. Hún fer því með honum á
ströndina einn daginn í för með Jocelyn, Sylvíu og Allegru. Upp úr þurru
segir Cat við Jocelyn: „Bróðir minn er hrifinn af þér.“80 Jocelyn ákveður í
framhaldi af þessu að lesa vísindaskáldsögurnar sem Grigg hafði áður gefið
henni og er opin fyrir mögulegu sambandi.
Síðustu bókina, Persuasion, lesa þau heima hjá Sylvíu og fléttast atburða-
rás sögunnar saman við ástarsamband Sylvíu og Daníels þar sem hann
biður hana um að fyrirgefa sér, hann hafi gert hræðileg mistök. Líkt og
Wentworth höfuðsmaður skrifar Daníel henni bréf. Sylvía veit ekki hvern-
ig henni líður þegar hún fær bréfið en Jane Austen hjálpar henni. Allegra
hafði gefið henni heimagerða Jane Austen spákúlu í afmælisgjöf sem hún
opnar þegar leshringurinn hittist heima hjá henni. Á borðann utan um
gjöfina: „var málað með rauðri málningu Spyrðu Austen.“81 Þátttakendurnir
í leshringnum dunda sér við að spyrja kúluna ýmissa spurninga þegar dyra-
bjallan hringir skyndilega. Það er Daníel. Hann er með eintak Allegru af
Persuasion og segir við hana: „Hún virðist snúast að miklu leyti um önnur
tækifæri. Svo þetta er bókin fyrir mig, fannst mér.“82
Til þess að athuga hvort Daníel megi koma inn og vera með þeim í
umræðunum spyr Sylvía kúluna en þegar hún fær svarið áttar hún sig sjálf
á því hvað hún vill. Fyrsta svarið er: „Ef ég missi álit á einhverjum fæ ég það
aldrei aftur.“ En hún vill ekki þetta svar og laumast til að halla kúlunni til
að fá annað svar: „Þegar ég er uppi í sveit langar mig ekki að fara þaðan; og eins
er þegar ég er í borginni.“ Þegar Jocelyn spyr hana hvað þetta merki svarar
79 Elizabeth Long, Book Clubs: Women and the Uses of Reading in Everyday Life, bls.
60.
80 Karen Joy Fowler, Jane Austen leshringurinn, bls. 204.
81 Sama heimild, bls. 207.
82 Sama heimild, bls. 212.
VISKA JANE AUSTEN OG FERÐ LESANDANS