Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Síða 112

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Síða 112
111 sem Long segir slíkar samkomur gjarnan hafa, en hún heldur því fram að margir nútímaleshringir skapi nærveru sem sé sambærileg við vináttu og að konurnar sæki styrk í félagsskapinn. Umræðan um bækurnar geri kon- unum kleift að tala á annan hátt um sjálfið og um líf sitt og þær heyri sögur af reynslu annarra kvenna, hvaða leiðir þær fóru í lífinu. Slík reynsla geti leitt til breytinga.79 Fowler gefur vaxandi sjóndeildarhring persónanna m.a. til kynna með því að sýna hvernig þær víkka út bókmenntasmekk sinn. Karlmaðurinn í hópnum, Grigg, hafði aldrei lesið Austen áður en hann byrjaði í leshringnum, vísindaskáldsögur voru hans helsta áhugamál þegar kom að bókum. Systir hans Cat telur nokkuð öruggt að hann sé orðinn ástfanginn af einhverri í leshringnum. Hún fer því með honum á ströndina einn daginn í för með Jocelyn, Sylvíu og Allegru. Upp úr þurru segir Cat við Jocelyn: „Bróðir minn er hrifinn af þér.“80 Jocelyn ákveður í framhaldi af þessu að lesa vísindaskáldsögurnar sem Grigg hafði áður gefið henni og er opin fyrir mögulegu sambandi. Síðustu bókina, Persuasion, lesa þau heima hjá Sylvíu og fléttast atburða- rás sögunnar saman við ástarsamband Sylvíu og Daníels þar sem hann biður hana um að fyrirgefa sér, hann hafi gert hræðileg mistök. Líkt og Wentworth höfuðsmaður skrifar Daníel henni bréf. Sylvía veit ekki hvern- ig henni líður þegar hún fær bréfið en Jane Austen hjálpar henni. Allegra hafði gefið henni heimagerða Jane Austen spákúlu í afmælisgjöf sem hún opnar þegar leshringurinn hittist heima hjá henni. Á borðann utan um gjöfina: „var málað með rauðri málningu Spyrðu Austen.“81 Þátttakendurnir í leshringnum dunda sér við að spyrja kúluna ýmissa spurninga þegar dyra- bjallan hringir skyndilega. Það er Daníel. Hann er með eintak Allegru af Persuasion og segir við hana: „Hún virðist snúast að miklu leyti um önnur tækifæri. Svo þetta er bókin fyrir mig, fannst mér.“82 Til þess að athuga hvort Daníel megi koma inn og vera með þeim í umræðunum spyr Sylvía kúluna en þegar hún fær svarið áttar hún sig sjálf á því hvað hún vill. Fyrsta svarið er: „Ef ég missi álit á einhverjum fæ ég það aldrei aftur.“ En hún vill ekki þetta svar og laumast til að halla kúlunni til að fá annað svar: „Þegar ég er uppi í sveit langar mig ekki að fara þaðan; og eins er þegar ég er í borginni.“ Þegar Jocelyn spyr hana hvað þetta merki svarar 79 Elizabeth Long, Book Clubs: Women and the Uses of Reading in Everyday Life, bls. 60. 80 Karen Joy Fowler, Jane Austen leshringurinn, bls. 204. 81 Sama heimild, bls. 207. 82 Sama heimild, bls. 212. VISKA JANE AUSTEN OG FERÐ LESANDANS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.