Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Side 119
118
frelsi til skapandi tilþrifa, að hætti Wildes,9 en hjá þeim gætti þó fyrst og
fremst aukinnar almennrar áherslu á óháð vísindi og frelsi til vísindalegrar
iðkunar. Í vígsluræðu Björns M. Ólsens við stofnun Háskóla Íslands árið
1911 sagði hann nauðsynlegt að skólinn hefði „fullkomið rannsóknarfrelsi
og fullkomið kenslufrelsi“10 en frjáls vísindi voru „hugsjón háskólanna“ í
Evrópu á 19. og 20. öld, þótt veruleikinn væri oftast sá að þeir voru háðir
ríkisvaldinu um fjármagn.11 Íslenskir bókmenntagagnrýnendur á fyrri
hluta 20. aldarinnar gerðu að einhverju leyti slíka kröfu um sjálfstæði og
vildu rýna í bækur á vísindalegum forsendum. Strax árið 1896 lýsir Bogi
Th. Melsteð yfir vísindalegu frelsi undan hagsmunapoti og þjóðernispóli-
tík er hann dæmir rit Finns Jónssonar um sögu fornbókmennta Íslendinga
og Norðmanna og vísar til ritdeilu um uppruna Eddukvæðanna:
Tveir íslenzkir menntamenn hafa látið það í ljósi í Reykjavíkur-
blöðunum, að [Finnur Jónsson] væri að reyna að svipta Ísland
Eddukvæðunum, til þess að koma sjer í mjúkinn við Dani. Ef róg-
burðar-óþokki hefði látið þetta í ljósi, þá hefði enginn á það minnzt.
En aldrei getur það orðið menntamönnum samboðið, að geta eigi
hugsað sjer, að menn geti gert vísindalegar rannsóknir án undir-
hyggju og smjaðurs. […] Það verða þeir að gera, sem sannir vís-
indamenn vilja vera, að láta í ljósi þær kenningar, sem þeir finna við
rannsóknir sínar, hvort sem þær eru þeim hugljúfar eða eigi. Það
hefur dr. Finnur gert.12
Hugmyndirnar um eðli vísindalegra rannsókna sem Bogi heldur hér á
lofti áttu eftir að setja mark sitt í æ ríkara mæli á bókmenntaumfjöllun
eftir því sem leið á 20. öldina og tímarit á borð við Eimreiðina áttu að vera
vettvangur slíkrar vísindalegrar umræðu. Áhersla var m.a. lögð á nákvæm
vinnubrögð. Í grein sem Jakob Jóhannesson Smári skrifaði um „Dr. Phil.
Alexander Jóhannesson“ í Óðni árið 1918 segir til dæmis að Alexander, sem
9 Hér má nefna orð Sigurðar Nordals frá 1925 um að ritdómar geti vissulega haft
„meira bókmentagildi en ritið sjálft“, eins og Oscar Wilde segi „í hinu aðdáanlega
samtali sínu: The Critic as Artist“, en slíkt sé þó aðeins á fárra færi. Sigurður
Nordal, „Um ritdóma“, Eimreiðin, 1/1925, bls. 56–69, hér bls. 59–60.
10 Tilvitnun sótt í Guðmund Hálfdanarson, „Embættismannaskólinn 1911–1961“,
Aldarsaga Háskóla Íslands 1911–2011, ritstj. Gunnar Karlsson, Reykjavík: Háskóla-
útgáfan, 2011, bls. 17–282, hér bls. 68.
11 Sama rit, bls. 66.
12 Bogi Th. Melsteð, „Bókafregn“, ritdómur um Den oldnorske og oldislandske litteraturs
historie eftir Finn Jónsson, Eimreiðin, 2/1896, bls. 151–153, hér bls. 152.
AUÐUR AÐALSTEINSDÓTTIR