Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 119

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 119
118 frelsi til skapandi tilþrifa, að hætti Wildes,9 en hjá þeim gætti þó fyrst og fremst aukinnar almennrar áherslu á óháð vísindi og frelsi til vísindalegrar iðkunar. Í vígsluræðu Björns M. Ólsens við stofnun Háskóla Íslands árið 1911 sagði hann nauðsynlegt að skólinn hefði „fullkomið rannsóknarfrelsi og fullkomið kenslufrelsi“10 en frjáls vísindi voru „hugsjón háskólanna“ í Evrópu á 19. og 20. öld, þótt veruleikinn væri oftast sá að þeir voru háðir ríkisvaldinu um fjármagn.11 Íslenskir bókmenntagagnrýnendur á fyrri hluta 20. aldarinnar gerðu að einhverju leyti slíka kröfu um sjálfstæði og vildu rýna í bækur á vísindalegum forsendum. Strax árið 1896 lýsir Bogi Th. Melsteð yfir vísindalegu frelsi undan hagsmunapoti og þjóðernispóli- tík er hann dæmir rit Finns Jónssonar um sögu fornbókmennta Íslendinga og Norðmanna og vísar til ritdeilu um uppruna Eddukvæðanna: Tveir íslenzkir menntamenn hafa látið það í ljósi í Reykjavíkur- blöðunum, að [Finnur Jónsson] væri að reyna að svipta Ísland Eddukvæðunum, til þess að koma sjer í mjúkinn við Dani. Ef róg- burðar-óþokki hefði látið þetta í ljósi, þá hefði enginn á það minnzt. En aldrei getur það orðið menntamönnum samboðið, að geta eigi hugsað sjer, að menn geti gert vísindalegar rannsóknir án undir- hyggju og smjaðurs. […] Það verða þeir að gera, sem sannir vís- indamenn vilja vera, að láta í ljósi þær kenningar, sem þeir finna við rannsóknir sínar, hvort sem þær eru þeim hugljúfar eða eigi. Það hefur dr. Finnur gert.12 Hugmyndirnar um eðli vísindalegra rannsókna sem Bogi heldur hér á lofti áttu eftir að setja mark sitt í æ ríkara mæli á bókmenntaumfjöllun eftir því sem leið á 20. öldina og tímarit á borð við Eimreiðina áttu að vera vettvangur slíkrar vísindalegrar umræðu. Áhersla var m.a. lögð á nákvæm vinnubrögð. Í grein sem Jakob Jóhannesson Smári skrifaði um „Dr. Phil. Alexander Jóhannesson“ í Óðni árið 1918 segir til dæmis að Alexander, sem 9 Hér má nefna orð Sigurðar Nordals frá 1925 um að ritdómar geti vissulega haft „meira bókmentagildi en ritið sjálft“, eins og Oscar Wilde segi „í hinu aðdáanlega samtali sínu: The Critic as Artist“, en slíkt sé þó aðeins á fárra færi. Sigurður Nordal, „Um ritdóma“, Eimreiðin, 1/1925, bls. 56–69, hér bls. 59–60. 10 Tilvitnun sótt í Guðmund Hálfdanarson, „Embættismannaskólinn 1911–1961“, Aldarsaga Háskóla Íslands 1911–2011, ritstj. Gunnar Karlsson, Reykjavík: Háskóla- útgáfan, 2011, bls. 17–282, hér bls. 68. 11 Sama rit, bls. 66. 12 Bogi Th. Melsteð, „Bókafregn“, ritdómur um Den oldnorske og oldislandske litteraturs historie eftir Finn Jónsson, Eimreiðin, 2/1896, bls. 151–153, hér bls. 152. AUÐUR AÐALSTEINSDÓTTIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.