Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 128

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 128
127 Sjálfur I. A. Richards viðurkennir að skáldskapurinn hafi orðið að þola margt af hendi þeirra sem aðeins leiti að einhverju til að rannsaka og þeirra sem vilji fyrst og fremst sanna kenningar sínar, þótt hann telji viðbrögðin við rannsóknum á því hugarferli sem fer í gang við lestur skáldskapar helst til yfirdrifin. „Við myrðum til að kryfja“ mun einhver muldra. Þessum fordómum verður að svara. Engin sálfræðileg krufning getur skaðað, nema þá huga sem eru í sjúklegu ástandi.44 Allen Tate taldi að bókmenntamaðurinn hefði það hlutverk í sífellt tækni- væddari og vélrænni nútíma að enduruppgötva hið mannlega ástand í lifandi listum. Ólíkt vélrænni nútímatækni á borð við útvarpið, þar sem hlustandinn sé ávallt í stöðu viðtakanda, bjóði bókmenntirnar upp á sam- skipti á forsendum ástarinnar. Líta eigi á bókmenntir sem þátttöku í nánu, andlegu sambandi en það leiði okkur að hugmyndinni um sameiginlega reynslu. Bókmenntir séu „síendurtekin uppgötvun mannlegs samneytis í gegnum reynslu, upplifun“.45 Samkvæmt þessu losar aukin áhersla á fræðileg og vísindaleg vinnubrögð ritdómara ekki undan kröfum um að nálgast við- fangsefnið á „mannlegan“ hátt, með hjartanu eða tilfinningunum. Fyrst sú skoðun var útbreidd meðal „bókmenntamanna“ 20. aldar, lærðra sem leikra, að bókmenntirnar fælu í sér lykil að mennskunni sjálfri, lá nokkuð beint við að gagnrýnendur leituðu inn á við í leit að hinum sam- mannlega grundvelli sem byggja mætti listgagnrýni á, eða „sameiginlegum kenndum mannlegs eðlis“, eins og Hume hafði orðað það. Listgagnrýni er „skráning eigin sálar“, segir Wilde. Í grein hans um virkni og gildi gagnrýninnar kemur fram að verk geti haft áhrif á persónuleika manns vegna þess að list spretti upp af öðrum persónuleika. Þegar þessar tvær persónur, lesandi og höfundur, mætist verði til æðsta form gagnrýninn- ar; túlkandi og skapandi gagnrýni.46 Svipaðar áherslur má sjá hjá íslensk- um gagnrýnendum á fyrri hluta 20. aldar. Árið 1927 skilgreindi til dæmis 44 I.A. Richards, Practical Criticism, bls. 322. 45 Allen Tate, „The Man of Letters in the Modern World“, Essays of Four Decades, Chicago: Swallow Press 1968, bls. 3–16, hér bls. 3, 9, 11 og 16. Slíkar hugmyndir mátti einnig sjá hjá I. A. Richards. Hann taldi skáldskapinn, tækið sem hugur okk- ar hefði notað til að henda reiður á hugsunum, tilfinningum og þrám, geta verið gagnlegasta mótspilið gegn vélvæðingu og félagslegum afleiðingum hennar sem hefði truflað huga okkar og veikt. I.A. Richards, Practical Criticism, bls. 320. 46 Oscar Wilde, „The Critic as Artist“, bls. 365–366 og 373. Á SLÓÐUM HJARTALAUSRA FRÆÐINGA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.