Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Side 137

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Side 137
136 Skáldskapur getur samkvæmt þessu ekki lotið neinni forsögn nema þeirri þjóðlegu og nokkurrar tortryggni gætir í garð vísindalegrar hugsunar um bókmenntir er Indriði bendir á að þótt „bækur um samsetningu verka“ geti „verið mjög þarfar til skilnings á því, sem er illa saman sett og lítils virði sem listaverk“ verði þær „þó aldrei til annars en auðvelda almenna greiningu á hinum ýmsu efnisþáttum skáldverks“ og snerti lítið starf höf- undanna sem byggi „ekki verk sín á tómum mælistikum“.75 Ólafur Jónsson lætur í ljós svipað viðhorf, að vísindalegar „mælistik- ur“ dugi ekki einar og sér þegar kemur að skáldskap, í ritdómi um bækur Njarðar P. Njarðvík, Eðlisþættir skáldsögunnar og Saga, leikrit, ljóð. Þótt Ólafur telji að bækurnar lýsi aðferðum „sem vel geti notast nemendum og kennurum við vinnu þeirra, með aðgát og gagnrýni, það langt sem þær ná“ minnir hann jafnframt á þá afstöðu Njarðar að grundvöllur góðr- ar sögugreiningar felist „í samverkan hlutlægrar þekkingar og næmleika huglægrar túlkunar“, og bætir því við að hann telji að í verki fléttist hug- lægni og hlutlægni „miklu nánar saman í bókmenntagagnrýni en ummæli Njarðar gefa til kynna“.76 Gunnar Stefánsson gerir takmarkanir þess „að einbeita sér að hlutdrægri athugun“ á bókmenntum einnig að umtalsefni í ritdómi um Eðlisþætti skáldsögunnar. Vísar Gunnar til dæmis í þá fullyrð- ingu Njarðar að í skáldskap verði leyndardómur lifandi persónusköpunar „vitanlega aldrei skýrður“ þótt gera megi „grein fyrir helstu aðferðum og möguleikum sem höfundur getur valið um við mannlýsingar“. Gunnar tekur þó eindregnari afstöðu en Indriði með gildi vísindalegrar nálgunar er hann segir að það sé „fullkomið aukaatriði“ hvort bók hljóti lof eða last gagnrýnanda og vísar í þau orð Njarðar að það sem mestu máli skiptir í bókmenntagreiningu sé að skjóta stoðum undir persónulega túlkun með hlutlægri könnun: „Sé gagnrýnandinn ekki fær um það, er mat hans einskis vert.“77 Ólafur og Gunnar beina athyglinni að togstreitu milli kröfunnar um huglægt, persónulegt mat gagnrýnandans, byggt á persónulegri upplif- un, og kröfunnar um hlutlæg viðmið sem hægt sé að byggja bókmennta- rannsóknir á. Hér komum við aftur að grundvellinum sem lagður var af heimspekingum á borð við Hume og Kant sem vildu sýna fram á að feg- 75 Sama rit, bls. 9. 76 Ólafur Jónsson, ritdómur um Sögu, leikrit, ljóð og Eðlisþætti skáldsögunnar eftir Njörð P. Njarðvík, Skírnir, 1/1978, bls. 230–236, hér bls. 232–233 og 236. 77 Gunnar Stefánsson, „Að lesa sögur“, ritdómur um Eðlisþætti skáldsögunnar eftir Njörð P. Njarðvík, Tíminn, 4. desember 1975, bls. 8. AUÐUR AÐALSTEINSDÓTTIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.