Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Side 151

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Side 151
150 Ekki hefur reynst auðvelt að skilgreina módernísk tímarit – frekar en módernisma. Sumar þeirra skil greininga sem settar hafa verið fram eiga þar að auki misvel við Birting; móderníska tímaritið er innflutt útgáfuform sem hefur verið lagað að íslenskum aðstæðum. Í því samhengi verður til dæmis að hafa í huga að skilgreiningar á litlum tímaritum miðast margar við rit frá tímabili sögulegu framúrstefnunnar. Hópurinn sem stóð að baki Birtingi er heldur ekki að öllu leyti sömu gerðar og hreyfingarnar sem gáfu út tímarit á öðrum og þriðja áratugnum. Rekstraraðstæður voru á hinn bóginn að mörgu leyti líkar. Hönnun Harðar Ágústssonar setti mikinn svip á ritið og átti eftir að hafa talsverð áhrif. Útlitið miðlaði módernískri fagurfræði. Samvinna Harðar og Dieters Roth um hönnun á einu hefti árið 1957 setur ritið svo í beint samband við nýja strauma í grafískri hönnun og myndlist í Evrópu um leið og hún tengir ritið við hefð gagnrýni litlu tímaritanna á markaðshyggju og auglýsingaiðnað. Af þessu má sjá að Birtingur er ekki aðeins vettvangur fyrir innflutning á verkum sem tilheyrðu módernískri hefð heldur verður ritið einnig farvegur fyrir hræringarnar sem áttu sér stað á útgáfutímanum í (einkum) evrópsku listalífi. Rekja má þá hefð að tala um lítil tímarit allt aftur til aldamótanna 1900.13 Hvað einkunnin „lítil“ merkir í þessu samhengi hefur aftur á móti verið á reiki. Í riti sínu árétta Hoffman, Allen og Ulrich að litlu tímaritin hafi ekki verið kölluð því nafni vegna þess að þau hafi verið í litlu broti, birt litlar bókmenntir eða ekki greitt fyrir efni. Orðin hafi umfram allt vísað til þess að tímarit af þessu tagi höfðuðu til eða gerðu út á afmarkaðan hóp upplýstra (e. intelligent) lesenda en til þess að falla undir þá skilgreiningu þurfti fólk að kunna skil á bókmenntastefnunum sem tímaritin stóðu fyrir og hafa að auki áhuga á að kynna sér dadaisma, vortisisma, expressjón- isma og súrrealisma. Í vissum skilningi væri þessi tegund tímarita því ekki réttnefnd lítil, árétta þeir, betur færi á að segja hana í framvarðasveitinni (e. advance guard).14 Stóru tímaritin, sem hafa meiri útbreiðslu og byggja 13 Peter Brooker og Andrew Thacker, „General Introduction“, The Oxford Critical and Cultural History of Modernist Magazines. Volume I, Britain and Ireland 1880–1955, bls. 12–13 (nmgr. 34). 14 Einar Bragi talar um „framúrrit“ í Birtingsgrein þar sem hann fjallar meðal annars um tímaritaútgáfu á Norðurlöndum á sjöunda áratugnum. Einar Bragi, „Af skornum skammti“, Birtingur 1–3/1966, bls. 86. Hér eftir verður vísað til Birtings, bæði eldra og yngra tímaritsins, með númeri heftis, ári og blaðsíðutali innan sviga. Á sama stað notast hann einnig við orðið „smárit“. Hugtakið „lítil tímarit“ kemur fyrir í grein Hjörleifs Sigurðssonar um „Mondrian, De Stijl og Nýplastíkina“ í öðru hefti 1960 (22) en þar vitnar hann í formála Théos van Doesburgs að tímaritinu De Stijl. ÞRÖSTUR HELGASON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.