Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 152

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 152
151 öðrum þræði á mikilli auglýsingasölu, ætti þá að kenna við bakverði (e. rear guard) vegna þess að ritstjórar þeirra séu með íhaldssaman smekk og glámskyggnir á nýja strauma í bókmenntunum en þó aðallega vegna þess að þeir muni einungis birta skrif höfundar eftir að framúrstefnutímaritin hafi sýnt fram á að það sé hægt að selja eintök út á þau. Þannig hafi bak- varðatímaritin einungis uppgötvað 20% af bandarískum höfundum sem komið hafi fram eftir 1912.15 Módernísku tímaritin eru með öðrum orðum lítil vegna þess að sá fámenni hópur sem les þau samanstendur af fólki sem hefur sérstakan áhuga og þekkingu á efni þeirra. Kaupendur eru yfirleitt ekki fleiri en þúsund, segir í riti Hoffmans, Allens og Ulrichs, og er þá átt við banda- rísk tímarit.16 Birtingur hafði þegar best lét á bilinu sjö til níuhundruð kaupendur. Ef tekið er með í reikninginn að Bandaríkjamenn voru og eru enn um það bil þúsund sinnum fleiri en Íslendingar, þá er það allnokk- ur dreifing.17 Birtingur var þó engan veginn fyrsta eða eina móderníska tímaritið með góða dreifingu. Rannsóknir hafa sýnt að sum módernísk tímarit leituðust við að sækja inn í það sem þýski heimspekingurinn Jürgen Habermas kallar almenningsrými (þ. Öffentlicheit) fremur en að höfða til fámennrar elítu. Habermas rakti sögulega þróun almenningsrýmisins. Á áttunda áratug átjándu aldar tók borgaralegt bókmenntafólk að ræða saman á kaffihús- um, klúbbum og í tímaritum um fagurfræðileg efni og skapa þannig hefð fyrir almennum og opnum umræðum um hvaðeina sem snerti hag sam- félagsins. Með því að taka virkan þátt í skoðanaskiptum veitti almenningur ríkisvaldinu aðhald. Á nítjándu og tuttugustu öld tók þetta rými aftur á móti að raskast með sífellt aukinni útbreiðslu dagblaða og tímarita, að mati Habermas. Fjölmiðlarnir komust í eigu fyrirtækjasamsteypa sem ekki unnu í þágu almannahagsmuna heldur valdamikilla eigenda sinna. Smám saman dró því úr mikilvægi og gagnrýni almannarómsins – almenningur var ekki lengur þátttakandi í umræðunni heldur óvirkur neytandi.18 15 Frederick J. Hoffman, Charles Allen og Carolyn F. Ulrich, The Little Magazine. A History and a Bibliography, bls. 3. 16 Sama heimild, bls. 2. Aðrir fræðimenn hafa ekki hafnað þessum tölum. 17 Hér verður þó að hafa í huga að höfðatalan segir sína sögu en kannski ekki alla söguna. Miðað við höfðatölu eru Íslendingar ákaflega atorkusamir á svo að segja hvaða sviði sem er, ekki síst í menningunni. Þeir sækja til dæmis einna flestar leikhús- og kvikmyndasýn- ingar og gefa út fleiri bækur en flestar þjóðir. Sjá Ágúst Einarsson, Menningarhagfræði, Bifröst: Háskólinn á Bifröst, 2012. 18 Sjá Jürgen Habermas, The Structural Transformation of the Public Sphere. An Inquiry MÓDERNÍSKA TÍMARITIÐ BIRTINGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.