Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Side 154

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Side 154
153 Ekki er ætlunin að fylgja kenningum Habermas og Morrissons út í ystu æsar við greiningu á Birtingi en gagnlegt er að hafa þessi tvö and- stæðu rými orðræðunnar í huga þegar tilkoma módernískra tímarita er gaumgæfð. Robert Scholes hefur sett fram þá kenningu að stóru og litlu tímaritin séu afurðir tveggja andstæðra afla í menningu nútímans, annars vegar þess sem spænski heimspekingurinn José Ortega y Gasset kallaði „uppreisn fjöldans“ í samnefndri bók sinni frá árinu 1930 og hins vegar gagnbyltingu elítunnar.21 Í þessu sambandi er vert að veita því athygli hvernig Birtingsmenn leitast stöðugt við að koma riti sínu til almennings. Birtingur er vissulega vettvangur fyrir skilgreiningu á fagurfræði þeirra, á stöðu þeirra innan íslenskrar menningar og fyrir sundurgreiningu á ríkjandi orðræðu hennar. Í þeim skilningi myndar tímaritið and-rými innan ríkjandi skipunar en ritstjórnin hafnar því jafnframt að ritið eigi þar með aðeins erindi við fámennan hóp. Þvert á móti er hugmyndin alltaf sú að ritið sé gefið út fyrir sem stærstan hóp almennra lesenda.22 Allt frá fyrsta tölublaði Birtings má vera ljóst að reynt er að höfða til breiðs hóps kaupenda. Þessa stefnu má raunar rekja aftur til Birtings eldri. Síðasta orðið í fyrsta ritstjórnarpistli Einars Braga, sem hann kallar „Fylgt úr hlaði“, er beinlínis „almenningur“ en þar segir hann blaðið þar með í umsjá hans.23 Þar var einnig skorað á almenning að reka af sér slyðruorðið hvað bókmenntasmekk varðaði og sú áskorun er endurtekin í leiðara næsta heftis (2/1953, 4). Almenningur kemur með líkum hætti ítrekað við sögu í „Ávarpi“ fremst í fyrsta tölublaði Birtings yngri árið 1955. Þar er fyrst nefnt að ritinu sé ætlað að „efla kynningu með almenningi og listamönnum nýrra viðhorfa“ (1). Birtingsmenn segjast hafa „sameiginlega bjartsýni og trú á það að almenning- ur í þessu landi vilji fá gögn í hendur áður en hann dæmir og enn lifi sú for- vitni og fróðleikslöngun, andlegur áhugi sem löngum hefur einkennt óbrjál- aða alþýðu þessa lands“ (1). Í öðru lagi er sagt að mjög skorti „vettvang þar sem fram geti farið umræður og ritdeilur um menningarmál“ (1). Vonandi 21 Robert Scholes, „Small Magazines, Large Ones, and Those In-Between“, Little Magazines & Modernism. New Approaches, ritstj. Susanne W. Churchill og Adam McKible, Hampshire og Darlington: Ashgate Publishing Company, 2007, bls. 217–225, hér bls. 217. 22 Þetta þarf ekki að stangast á eins og Ann Ardis hefur bent á. Sjá Ann Ardis, „Staging the Public Sphere: Magazine Dialogism and the Prosthesis of Authorship at the Turn of the Twentieth Century“, Transatlantic Print Culture, 1880–1940. Emerg- ing Media, Emerging Modernisms, ritstj. Ann Ardis og Patrick Collier, New york: Palgrave Macmillan, 2008, bls. 30–47, hér bls. 40–41. 23 Einar Bragi, „Fylgt úr hlaði“, Birtingur 1/1953, bls. 3. MÓDERNÍSKA TÍMARITIÐ BIRTINGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.