Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 154
153
Ekki er ætlunin að fylgja kenningum Habermas og Morrissons út í
ystu æsar við greiningu á Birtingi en gagnlegt er að hafa þessi tvö and-
stæðu rými orðræðunnar í huga þegar tilkoma módernískra tímarita er
gaumgæfð. Robert Scholes hefur sett fram þá kenningu að stóru og litlu
tímaritin séu afurðir tveggja andstæðra afla í menningu nútímans, annars
vegar þess sem spænski heimspekingurinn José Ortega y Gasset kallaði
„uppreisn fjöldans“ í samnefndri bók sinni frá árinu 1930 og hins vegar
gagnbyltingu elítunnar.21 Í þessu sambandi er vert að veita því athygli
hvernig Birtingsmenn leitast stöðugt við að koma riti sínu til almennings.
Birtingur er vissulega vettvangur fyrir skilgreiningu á fagurfræði þeirra,
á stöðu þeirra innan íslenskrar menningar og fyrir sundurgreiningu á
ríkjandi orðræðu hennar. Í þeim skilningi myndar tímaritið and-rými
innan ríkjandi skipunar en ritstjórnin hafnar því jafnframt að ritið eigi þar
með aðeins erindi við fámennan hóp. Þvert á móti er hugmyndin alltaf sú
að ritið sé gefið út fyrir sem stærstan hóp almennra lesenda.22
Allt frá fyrsta tölublaði Birtings má vera ljóst að reynt er að höfða til
breiðs hóps kaupenda. Þessa stefnu má raunar rekja aftur til Birtings eldri.
Síðasta orðið í fyrsta ritstjórnarpistli Einars Braga, sem hann kallar „Fylgt úr
hlaði“, er beinlínis „almenningur“ en þar segir hann blaðið þar með í umsjá
hans.23 Þar var einnig skorað á almenning að reka af sér slyðruorðið hvað
bókmenntasmekk varðaði og sú áskorun er endurtekin í leiðara næsta heftis
(2/1953, 4). Almenningur kemur með líkum hætti ítrekað við sögu í „Ávarpi“
fremst í fyrsta tölublaði Birtings yngri árið 1955. Þar er fyrst nefnt að ritinu sé
ætlað að „efla kynningu með almenningi og listamönnum nýrra viðhorfa“ (1).
Birtingsmenn segjast hafa „sameiginlega bjartsýni og trú á það að almenning-
ur í þessu landi vilji fá gögn í hendur áður en hann dæmir og enn lifi sú for-
vitni og fróðleikslöngun, andlegur áhugi sem löngum hefur einkennt óbrjál-
aða alþýðu þessa lands“ (1). Í öðru lagi er sagt að mjög skorti „vettvang þar
sem fram geti farið umræður og ritdeilur um menningarmál“ (1). Vonandi
21 Robert Scholes, „Small Magazines, Large Ones, and Those In-Between“, Little
Magazines & Modernism. New Approaches, ritstj. Susanne W. Churchill og Adam
McKible, Hampshire og Darlington: Ashgate Publishing Company, 2007, bls.
217–225, hér bls. 217.
22 Þetta þarf ekki að stangast á eins og Ann Ardis hefur bent á. Sjá Ann Ardis, „Staging
the Public Sphere: Magazine Dialogism and the Prosthesis of Authorship at the
Turn of the Twentieth Century“, Transatlantic Print Culture, 1880–1940. Emerg-
ing Media, Emerging Modernisms, ritstj. Ann Ardis og Patrick Collier, New york:
Palgrave Macmillan, 2008, bls. 30–47, hér bls. 40–41.
23 Einar Bragi, „Fylgt úr hlaði“, Birtingur 1/1953, bls. 3.
MÓDERNÍSKA TÍMARITIÐ BIRTINGUR