Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Side 156

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Side 156
155 nýja strauma og stefnur í menningu og listum. Skrif Harðar Ágústssonar um byggingarlist, sem birtust jafnt og þétt allt frá fyrsta hefti 1955 til ársins 1967, eru gott dæmi um þetta. Þau eru í senn inngangur að listgreininni og ítarleg, gagnrýnin rannsókn á íslenskum byggingararfi. Hið sama má segja um flest önnur skrif um listir; markmiðið var einkum að fræða fólk um ný fagurfræðileg viðhorf. Þau endurspeglast vitanlega einnig í skáldskapnum sem prentaður er í ritinu. Hann er undantekningarlítið módernískur, bæði hinn frumsamdi og þýddi. En með fræðslusjónarmið að leiðarljósi virðist sem Birtingsmenn hafi öðrum þræði viljað svara kröfum, sem oft heyrðust á þessum árum, um að brúa þyrfti bilið á milli almennings og hinna nýju bókmennta og lista. Þegar efni fyrsta heftis Birtings yngri er skoðað má sjá að ritstjórarn- ir reyna að fara bil beggja, kynna nýja strauma og höfða til hins almenna smekks, ef svo má segja. Það vekur til dæmis athygli að fremst í heftinu – í kjölfar ávarpsins þar sem sagt er að tímaritið sé vettvangur nýrra strauma – er birt þýðing Halldórs Laxness á kvæði þýska rithöfundarins Bertolts Brechts, „María Farrar“, en það var ort árið 1922. Þýðing Halldórs er í hefðbundnu formi, líkt og frumgerðin, og ekki kröftug yfirlýsing um nýjungar í ljóðagerð – og kannski á hún ekki að vera það. Í henni felst ef til vill fyrst og fremst vinstripólitísk yfirlýsing; ljóðið boðar samúð með lítilmagnanum og samhjálp. En þá verður samt að hafa í huga að Brecht hafði um miðjan sjötta áratuginn ort mikið af ljóðum sem voru róttæk bæði í pólitískum og fagurfræðilegum skilningi. Með því að birta þessa þýðingu eru Birtingsmenn kannski umfram allt að kinka kolli til Halldórs – ef til vill í þakklætisskyni fyrir tímaritsnafn- ið sem fengið er úr samnefndri þýðingu skáldsins á Candide eftir Voltaire. Birtingur er um leið tengdur við menningarauðmagn Kiljans og hugsanlega er þýðingin einnig birt til að mynda mótvægi við harkalegan dóm Einars Braga aftarlega í heftinu um leikrit Halldórs, Silfurtúnglið, sem um þessar mundir var sýnt í borginni (1/1955, 33–35). Strax á eftir dómi Einars Braga er endurbirt efni úr Fjölni, tveir kaflar úr skrifum franska ábótans Lamennais sem fjalla um undirokara þjóðanna (1/1955, 36–37). Birtingsmenn teygja sig svo enn lengra í átt að ríkjandi ljóðasmekk aftast í ritinu þar sem þeir birta „Vísur Fiðlu-Bjarnar“ sem ortar voru á sextándu öld.28 Segja má að birting vísnanna sé í samræmi við það markmið tímaritsins, sem nefnt er í ávarpinu, 28 Tímaritið Líf og list hafði birt þessar sömu vísur Fiðlu-Bjarnar árið 1950. Hugs- anlega eru Birtingsmenn með þessu að vísa til Lífs og listar sem var áhrifamikið tímarit en ekki fagurfræðilega róttækt í sama skilningi og Birtingur. Sjá „Vísur Fiðlu-Bjarnar“, Líf og list 2/1950, bls. 15. MÓDERNÍSKA TÍMARITIÐ BIRTINGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.