Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 158

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 158
157 staka sinnum fyrir orðalagi sem sækir til stíls auglýsinga. Í þriðja hefti 1955 segir til að mynda í ritstjórnargrein á saurblaði að Birtingi hafi verið „svo vel tekið að fyrstu tvö heftin eru algjörlega uppseld í bókabúðum, og útgef- endur eiga í fórum sínum aðeins fáein eintök er þeir munu hreppa sem ger- ast fastakaupendur nú þegar og óska að eignast ritið frá upphafi“ [leturbr. hér]. Sagt er að upplagið hafi verið stækkað og hafin verði „öflug sókn fyrir auknum áskrifendafjölda“. Heitið er á alla kaupendur Birtings „að gera sitt ýtrasta til að efla útbreiðslu hans“. Þá sé ritstjórninni „sérstakt kappsmál að fá ötula útbreiðslumenn sem víðast úti um land“ – enn eitt merki þess að henni var í mun að ná sem víðast í samfélaginu. Í pistli í 1.–2. hefti 1957, sem nefndur er „Til lesenda“, er minnt á að varfærni Íslendinga „gagnvart nýjungum í listum [hafi] orðið mörgu mætu riti að aldurtila í frumbernsku: menn hafi viljað sjá hvernig það spjaraði sig, áður en þeir gerðust kaupendur – og beðið þangað til ungviðið var búið að taka andvörpin“ (53). Birtingsmenn segjast hafa gert sér grein fyrir þessu og búið sig undir þolsund. Síðan bæta þeir við, svolítið drýgindalega, rétt eins og þeir hafi þegar lært að fóta sig á viðsjárverðum tímaritamark- aðnum: En stundum kemur seinlætið silakeppnum í koll, og svo fór um þá sem gerðust ekki kaupendur að Birtingi frá upphafi. Þegar síðast fréttist var 1. hefti Birtings 1955 komið í hundrað króna verð hjá fornbókasölum, og 2. hefti 1955 mun vera álíka fágætt. Þessi tvö hefti kosta því núorðið þriðjungi meira en áskrifendur hafa greitt fyrir Birting allan frá upphafi, og verður ekki reynt hér að gizka á hvað í þau verði boðið á bókauppboðum Sigurðar Benediktssonar að nokkrum árum liðnum. – Upplag þeirra sex hefta, sem enn eru fáanleg, er mjög takmarkað og þess vegna ráð að afla sér þeirra fyrr en síðar. (53) Árið áður höfðu Birtingsmenn lagt upp í áskrifendasöfnun. Í ritstjórn- argrein í öðru hefti 1956 er sagt að tvöfalda þurfi áskrifendafjöldann enda hrökkvi þáverandi gjöld aðeins rúmlega fyrir brýnasta útgáfukostnaði: pappír, prentun, myndamótum og heftingu. Svonefnd áskriftarspjöld voru látin fylgja „velflestum eintökum“ af heftinu í von um að hver og einn áskrifandi aflaði eins nýs (12).33 Söfnunin virðist hafa heppnast ágætlega. Í pistli frá ritstjórninni síðar þetta ár er að minnsta kosti sagt að kaupendum 33 Þessi spjöld fylgdu einnig einhverjum eintökum þriðja heftis 1956. MÓDERNÍSKA TÍMARITIÐ BIRTINGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.