Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 158
157
staka sinnum fyrir orðalagi sem sækir til stíls auglýsinga. Í þriðja hefti 1955
segir til að mynda í ritstjórnargrein á saurblaði að Birtingi hafi verið „svo
vel tekið að fyrstu tvö heftin eru algjörlega uppseld í bókabúðum, og útgef-
endur eiga í fórum sínum aðeins fáein eintök er þeir munu hreppa sem ger-
ast fastakaupendur nú þegar og óska að eignast ritið frá upphafi“ [leturbr.
hér]. Sagt er að upplagið hafi verið stækkað og hafin verði „öflug sókn fyrir
auknum áskrifendafjölda“. Heitið er á alla kaupendur Birtings „að gera sitt
ýtrasta til að efla útbreiðslu hans“. Þá sé ritstjórninni „sérstakt kappsmál
að fá ötula útbreiðslumenn sem víðast úti um land“ – enn eitt merki þess
að henni var í mun að ná sem víðast í samfélaginu.
Í pistli í 1.–2. hefti 1957, sem nefndur er „Til lesenda“, er minnt á að
varfærni Íslendinga „gagnvart nýjungum í listum [hafi] orðið mörgu mætu
riti að aldurtila í frumbernsku: menn hafi viljað sjá hvernig það spjaraði
sig, áður en þeir gerðust kaupendur – og beðið þangað til ungviðið var
búið að taka andvörpin“ (53). Birtingsmenn segjast hafa gert sér grein fyrir
þessu og búið sig undir þolsund. Síðan bæta þeir við, svolítið drýgindalega,
rétt eins og þeir hafi þegar lært að fóta sig á viðsjárverðum tímaritamark-
aðnum:
En stundum kemur seinlætið silakeppnum í koll, og svo fór um þá
sem gerðust ekki kaupendur að Birtingi frá upphafi. Þegar síðast
fréttist var 1. hefti Birtings 1955 komið í hundrað króna verð hjá
fornbókasölum, og 2. hefti 1955 mun vera álíka fágætt. Þessi tvö
hefti kosta því núorðið þriðjungi meira en áskrifendur hafa greitt
fyrir Birting allan frá upphafi, og verður ekki reynt hér að gizka á
hvað í þau verði boðið á bókauppboðum Sigurðar Benediktssonar
að nokkrum árum liðnum. – Upplag þeirra sex hefta, sem enn eru
fáanleg, er mjög takmarkað og þess vegna ráð að afla sér þeirra fyrr
en síðar. (53)
Árið áður höfðu Birtingsmenn lagt upp í áskrifendasöfnun. Í ritstjórn-
argrein í öðru hefti 1956 er sagt að tvöfalda þurfi áskrifendafjöldann enda
hrökkvi þáverandi gjöld aðeins rúmlega fyrir brýnasta útgáfukostnaði:
pappír, prentun, myndamótum og heftingu. Svonefnd áskriftarspjöld voru
látin fylgja „velflestum eintökum“ af heftinu í von um að hver og einn
áskrifandi aflaði eins nýs (12).33 Söfnunin virðist hafa heppnast ágætlega. Í
pistli frá ritstjórninni síðar þetta ár er að minnsta kosti sagt að kaupendum
33 Þessi spjöld fylgdu einnig einhverjum eintökum þriðja heftis 1956.
MÓDERNÍSKA TÍMARITIÐ BIRTINGUR