Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Side 159
158
fjölgi „jafnt og þétt“ þótt áfram sé kvartað hástöfum undan „gífurlegum“
kostnaði við útgáfuna (4/1956, 37).
Í byrjun árs 1957 er enn blásið til sóknar og nú af mun meiri krafti. Segja
má að þetta sé fyrsta og eina skipulagða markaðsherferð Birtings. Í herferð-
inni voru áskrifendalistar sendir á valda einstaklinga og auglýsingar birtar í
Þjóðviljanum.34 Fyrrnefnd áskriftarspjöld voru send á hóp fólks en á þau gat
það skráð sig og sent aftur til ritstjórnarinnar sér að kostnaðarlausu. Lítill
kynningarbæklingur, dagsettur 21. febrúar 1957, var tekinn saman. Í hann
var ávarpið úr fyrsta hefti nýja Birtings prentað ásamt kynningartexta, vænt-
anlega eftir Einar Braga sem hafði umsjón með átakinu, en undir skrifa einnig
Hörður Ágústsson, Jón Óskar og Thor Vilhjálmsson. Í kynningartextanum
(sem að hluta til var birtur í auglýsingunum í Þjóðviljanum) er lögð áhersla á
að mennirnir, sem standi að tímaritinu, séu ungir listamenn sem taki „engin
laun fyrir vinnu sína“.35 Birtingur greiddi að vísu laun en þau voru lág og
stopul. Einar Bragi fékk til að mynda greiddar 2.000 krónur fyrir undirbún-
ing áskrifendasöfnunarinnar.36 Í bæklingnum eru höfundar efnis, sem birst
hafði í ritinu fram til þessa, taldir upp, að sögn til að „sýna breidd þess og vilja
til að sinna öðru en hinum ungu höfundum“. Sömuleiðis er vitnað í jákvæðar
umsagnir um Birting í Alþýðublaðinu, Frjálsri þjóð og Þjóðviljanum.
Á meðan átakið stóð yfir birtust þrjár lofsamlegar greinar um Birting
í fjölmiðlum eftir því sem næst verður komist. Heimir Steinsson, síðar
útvarpsstjóri, ritar tvær greinar í Verkamanninn þar sem hann segir Birting
34 B.B. (væntanlega Bjarni Benediktsson frá Hofteigi) segir í blaðagrein um átakið að
einnig hafi birst „„auglýsingar“ í útvarpi“. Gæsalappirnar vísa til þess að um var að
ræða kynningu útvarpsmanns sem var velviljaður Birtingi eins og vikið verður að
í næsta kafla. Sjá B.B., „Minnt á Birting“, Þjóðviljinn 31. marz 1957, bls. 7. Engar
heimildir er að finna í bókhaldi Birtings um kaup á auglýsingum.
35 Þetta var margendurtekið í ritstjórnargreinum Birtings, til dæmis í öðru, þriðja og fjórða
hefti 1956.
36 Birtingur greiddi ritlaun fyrir stóran hluta efnis og virðast þau hafa verið um það bil
þriðjungur útgjaldanna. Heildargjöld árið 1965 voru til dæmis 118.000 krónur, þar
af 34.500 í ritlaun. Prentun var hæsti útgjaldaliður að vanda, 52.500 krónur. Einnig
voru stundum greidd laun til þeirra sem höfðu umsjón með einstökum heftum.
Thor Vilhjálmssyni eru greiddar 2.000 krónur fyrir umsjón með 1. hefti 1956 og
Jóhanni Hjálmarssyni 1.000 krónur fyrir umsjón með hefti 3.–4. 1959. Svokölluð
afgreiðslulaun eru greidd Einari Braga og virðast hafa átt að vera 1.000 krónur á
mánuði en sjaldnast tekist að standa við það. Árið 1962 eru þau í heild 6.000 krónur,
sömuleiðis 1964, 1966 og 1969. Þess má geta að meðallaun verkamanna árið 1962
voru 7.600 krónur á mánuði, 1964 voru þau 12.100, 1966 komin upp í 17.700 og
1969 voru þau orðin 21.200 krónur. Sjá Hagtíðindi, mars 1981, Reykjavík: Hagstofa
Íslands, bls. 52–53.
ÞRÖSTUR HELGASON