Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Síða 159

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Síða 159
158 fjölgi „jafnt og þétt“ þótt áfram sé kvartað hástöfum undan „gífurlegum“ kostnaði við útgáfuna (4/1956, 37). Í byrjun árs 1957 er enn blásið til sóknar og nú af mun meiri krafti. Segja má að þetta sé fyrsta og eina skipulagða markaðsherferð Birtings. Í herferð- inni voru áskrifendalistar sendir á valda einstaklinga og auglýsingar birtar í Þjóðviljanum.34 Fyrrnefnd áskriftarspjöld voru send á hóp fólks en á þau gat það skráð sig og sent aftur til ritstjórnarinnar sér að kostnaðarlausu. Lítill kynningarbæklingur, dagsettur 21. febrúar 1957, var tekinn saman. Í hann var ávarpið úr fyrsta hefti nýja Birtings prentað ásamt kynningartexta, vænt- anlega eftir Einar Braga sem hafði umsjón með átakinu, en undir skrifa einnig Hörður Ágústsson, Jón Óskar og Thor Vilhjálmsson. Í kynningartextanum (sem að hluta til var birtur í auglýsingunum í Þjóðviljanum) er lögð áhersla á að mennirnir, sem standi að tímaritinu, séu ungir listamenn sem taki „engin laun fyrir vinnu sína“.35 Birtingur greiddi að vísu laun en þau voru lág og stopul. Einar Bragi fékk til að mynda greiddar 2.000 krónur fyrir undirbún- ing áskrifendasöfnunarinnar.36 Í bæklingnum eru höfundar efnis, sem birst hafði í ritinu fram til þessa, taldir upp, að sögn til að „sýna breidd þess og vilja til að sinna öðru en hinum ungu höfundum“. Sömuleiðis er vitnað í jákvæðar umsagnir um Birting í Alþýðublaðinu, Frjálsri þjóð og Þjóðviljanum. Á meðan átakið stóð yfir birtust þrjár lofsamlegar greinar um Birting í fjölmiðlum eftir því sem næst verður komist. Heimir Steinsson, síðar útvarpsstjóri, ritar tvær greinar í Verkamanninn þar sem hann segir Birting 34 B.B. (væntanlega Bjarni Benediktsson frá Hofteigi) segir í blaðagrein um átakið að einnig hafi birst „„auglýsingar“ í útvarpi“. Gæsalappirnar vísa til þess að um var að ræða kynningu útvarpsmanns sem var velviljaður Birtingi eins og vikið verður að í næsta kafla. Sjá B.B., „Minnt á Birting“, Þjóðviljinn 31. marz 1957, bls. 7. Engar heimildir er að finna í bókhaldi Birtings um kaup á auglýsingum. 35 Þetta var margendurtekið í ritstjórnargreinum Birtings, til dæmis í öðru, þriðja og fjórða hefti 1956. 36 Birtingur greiddi ritlaun fyrir stóran hluta efnis og virðast þau hafa verið um það bil þriðjungur útgjaldanna. Heildargjöld árið 1965 voru til dæmis 118.000 krónur, þar af 34.500 í ritlaun. Prentun var hæsti útgjaldaliður að vanda, 52.500 krónur. Einnig voru stundum greidd laun til þeirra sem höfðu umsjón með einstökum heftum. Thor Vilhjálmssyni eru greiddar 2.000 krónur fyrir umsjón með 1. hefti 1956 og Jóhanni Hjálmarssyni 1.000 krónur fyrir umsjón með hefti 3.–4. 1959. Svokölluð afgreiðslulaun eru greidd Einari Braga og virðast hafa átt að vera 1.000 krónur á mánuði en sjaldnast tekist að standa við það. Árið 1962 eru þau í heild 6.000 krónur, sömuleiðis 1964, 1966 og 1969. Þess má geta að meðallaun verkamanna árið 1962 voru 7.600 krónur á mánuði, 1964 voru þau 12.100, 1966 komin upp í 17.700 og 1969 voru þau orðin 21.200 krónur. Sjá Hagtíðindi, mars 1981, Reykjavík: Hagstofa Íslands, bls. 52–53. ÞRÖSTUR HELGASON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.