Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Síða 168

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Síða 168
167 Margs konar önnur mörk eru óskýr í bókverkum Dieters. Í þeim er tungumálið afbyggt sem málfræðilegt og merkingarbært fyrirbrigði og sömuleiðis bókin sem miðill heildstæðrar merkingar og (list)hlutur, (sölu) vara. Aðskiljanlegustu efni eru notuð við bókagerðina, ekki síst forgengi- leg svo sem pappírsafgangar og matur. Dieter er í raun að sviðsetja upp- lausn listhlutarins, höfundargildisins, notagildisins, mótífsins og annarra grundvallarþátta í listkerfi nútímans.59 Auglýsingar Dieters Roth eru með áþekkum hætti gagnrýnar athuga- semdir um auglýsingar. Í þeim verður forvitnilegur árekstur módernískrar fagurfræði og markaðsskipulagsins sem módernisminn hafði átt í stríðu sambandi við allt frá byrjun. Hið nýja útlit er því í anda þeirrar róttæku vinstripólitíkur sem má finna í skrifum Birtingsmanna. Að nokkru leyti hafði vinstri róttæknin verið samofin fagurfræði módernisma og fram- úrstefnu allt frá því í byrjun aldarinnar.60 Pólitískt róttæk smátímarit frá þeim tíma gerðu raunar svipaðar tilraunir með skörun ritstjórnarefnis og auglýsinga, svo sem BLAST sem kom út í Englandi á árunum 1914 til 1915.61 Forsíðumyndir á bandaríska smátímaritinu Masses árin 1913 til 1916 eru einnig beittar skopstælingar á teikningum af svokölluðum for- síðustúlkum sem þá voru farnar að prýða fjöldatímaritin.62 En að teknu tilliti til pólitískra undirtóna, þá birtist annar og jafnvel mikilvægari þáttur a harmless game, not the decorative “intermedium between poetry and painting” that so many concrete poets tried to produce from their concrete mixers, but a process of orientation and perception over many pages.“ 59 Þessi fagurfræði hvarfsins var eitt af meginverkefnum lista og bókmennta næstu ár en á meðal annars rætur í sögulegu framúrstefnunni, einna helst verkum Marcels Duchamps. Að sögn Aðalsteins Ingólfssonar kynntist Dieter þó ekki hugmyndum hans fyrr en í byrjun sjöunda áratugarins. Sjá Aðalstein Ingólfsson, „Bók um bók frá bók …. Bókverk Dieters Rot á Íslandi, 1957–1961“, bls. 79. 60 Pólitískar hliðar módernismans eru þó fleiri, saga hans tengist meðal annars fasisma. Sjá t.d. Sara Blair, „Modernism and the politics of culture“, The Cambridge Companion to Modernism, ritstj. Michael Levenson, Cambridge, New york o.v.: Cambridge University Press, 1999, bls. 157–173, hér bls. 158. 61 Sjá Mark S. Morrison, The Public Face of Modernism, bls. 118–132. 62 Sama heimild, bls. 194–202. Sjá einnig Michele H. Bogart, Artists, Advertising, and the Borders of Art, Chicago og London: The University of Chicago Press, bls. 52–55. Bogart rekur hvernig teiknarar auglýsingastofa og tímarita á öðrum áratug síðustu aldar sóttust eftir því að hljóta viðurkenningu sem listamenn með því að nýta sér móderníska fagurfræði og má þannig af sér og verkum sínum mark- aðs- og auglýsingastimpilinn. Gagnrýnendur – þar á meðal ritstjóri Masses, Max Eastman – hafi aftur á móti bent á að ekki væri hægt að gera greinarmun á sumum forsíðumyndum afþreyingartímaritanna og auglýsingum. Skörunarviðleitnin var þannig á báða bóga. MÓDERNÍSKA TÍMARITIÐ BIRTINGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.