Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 171

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 171
170 í fagurfræði Birtingsmanna – og annarra módernista – í auglýsingum Roths og það er sá skilningur að módernisminn og módernísk tímarit séu opið rými fyrir skörun, leik og tilraunir.63 Tilraunir með auglýsingar og umbrot halda áfram í næstu heftum Birtings. Hörður Ágústsson hannar bæði kápu og brýtur um þriðja hefti 1957. Kápan er sett svörtum þverröndum á hvítum fleti og minnir á optískar tilraunir ungversk-franska listamannsins Victors Vasarely eða jafnvel strangflatar verk eftir Piet Mondrian.64 Líkt og á hefti Roths er kápuskreytingin á forsíðu þriðja heftis 1957 látin flæða yfir kjölinn á baksíðuna. Þar er auglýsing hönn- uð inn í munstrið sem negatífu borðarnir mynda á hvítum fletinum. Þessi samruni kápuskreytingar og auglýsingar átti eftir að einkenna Birting allt þar til auglýsingar hættu að birtast. Auglýsingarnar í þriðja og fjórða hefti 1957 eru í anda Roths þótt Hörður noti aðra liti. Fyrsta hefti 1958 sáu Baldvin Halldórsson og Jóhann Hjálmarsson um án þess að taka mikið tillit til þeirrar línu sem Roth hafði lagt.65 En í næstu heftum prófar Hörður sig áfram með hugmyndir Dieters. Auglýsingarnar eru aftur færðar á öftustu síðurnar þar sem þær eru fyrst í stað prentaðar á gulan pappír (2/1958) en síðan alltaf á hvítan. Áfram er lítið birt af vörumerkjum, myndum og teikningum en fjölbreytileiki í notkun á mögu- leikum prentsins verður á hinn bóginn meiri. Línur, strik, fletir og punktar eru prentaðir á síðurnar ásamt texta, yfirleitt stuttum, og látin mynda ýmiss 63 Daniel F. Herrmann segir að list Roths ögri takmörkum og mærum í hefðum og venjum myndlistarinnar. Rofið megi kalla leiðarstef í höfundarverki hans. Sjá Daniel F. Herrmann, „Touching Upon Framing. Medial Conditions of Printmak- ing in Dieter Roth’s Komposition I–V (1977–1992)“, Framing Borders in Literature and Other Media, ritstj. Werner Wolf og Walter Bernhart, Amsterdam, New york: Rodopi, 2006, bls. 139–158. 64 Það var einmitt um þessar mundir sem Piet Mondrian fékk uppreisn æru í listakreðsum Parísarborgar þar sem hann hafði búið á þriðja og fjórða áratugnum. Nína Tryggva- dóttir nefnir þessa höfnun listaelítu Parísarborgar á Mondrian í viðtali í þriðja hefti Birtings 1955 (19). Hjörleifur Sigurðsson birtir grein undir titlinum „Mondrian, De Stijl og Nýplastíkin“ í öðru hefti Birtings 1960 og vitnar meðal annars í nýlega bók um listamanninn eftir einn af helstu listgagnrýnendum Parísarborgar og talsmönn- um geómetríunnar, Michel Seuphor, sem kom einmitt út 1957 (13–25). Sjá einnig Hönnu Guðlaugu Guðmundsdóttur, „Formbylting“, Íslensk listasaga. Frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar, III. bindi. Abstraktlist, Reykjavík: Listasafn Íslands og Forlagið, 2011, bls. 67–175, hér bls. 129–130, einkum bls. 130. 65 Í óprentuðum æviminningum sínum segir Jóhann Hjálmarsson að Baldvin hafi verið lærður setjari og haft sínar hugmyndir um útlit. Jóhann Hjálmarsson, „Gestkvæmt hjá gleymskunni“, 3. kafli. Handrit í eigu höfundar. ÞRÖSTUR HELGASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.