Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Side 175
174
þeir væru „æði sundurleitur hópur á margan hátt með ólíkar skoðanir“, eins
og segir í ávarpinu (1/1955, 1), og styddust ekki við „nein stjórnmálasamtök“
(3–4/1958, 73, og víðar). Lesendur ritsins virtust einnig sumir hverjir óvissir
um pólitískan lit Birtings ef marka má frásagnir ritstjórnarmanna af árásum
frá jafnt vinstrimönnum og hægrimönnum (sjá t.d. 3/1956, 38). Þessi aðskiln-
aður frá hinu (flokks)pólitíska sviði er margoft undirstrikaður í ritinu með því
að vísa til óbeitar ritstjórnarinnar á „dægurþrasi þjóðmálanna“ og atvinnu-
pólitíkusum sem listamönnum sé tamast að líta á „sem aumkunarvert slekti
til einskis hlutar nýtilegt nema ef til vill sem skotmark“ (3/1956, 38). Þessi
markvissa staðsetning hópsins gagnvart, og að vissu leyti gagnstætt, hinu
pólitíska sviði birtir tilhneigingu módernista til þess að hefja sig og listina
yfir dægurmálin en hún þýðir ekki að Birtingsmenn hafi verið ópólitískir
enda hlutu þeir „nokkurt ámæli fyrir vítaverðan stjórnmálaáhuga“ ekki síður
en „vítavert sinnuleysi um slík efni“ (3/1956, 38). Þessi staðsetning „utan og
ofan við“ setti Birtingsmenn í sterka pólitíska vígstöðu, sérstaklega í upphafi.
Dagný hefur eftir Sveini Skorra Höskuldssyni að „það væri einkenni-
legt að á sjötta og sjöunda áratugnum hefðu verið í landinu tvö rithöfunda-
félög og tvö bókaforlög sem gáfu út sitt hvort tímaritið með gagnstæðum
pólitískum og fagurfræðilegum stefnumiðum en í þeim hafi engin umræða
farið fram og þau hafi ekki verið vettvangur skoðanaskipta af neinu tagi“.72
Dagný samsinnir þessu og bætir við að átök hafi „sannarlega ekki [verið]
daglegt brauð í tímaritunum þó að þau sæjust stöku sinnum, mun vænlegra
[sé] að leita þeirra í ritdómum dagblaðanna því þar fór bókmenntaumræða
líðandi stundar fram og þar voru ekki spöruð stóru orðin og létu hvorki
hægri né vinstri menn sitt eftir liggja“.73 Báðar þessar fullyrðingar eru
hæpnar, að minnsta kosti segja þær ekki nema hluta sögunnar. Birtingur er
skýrt dæmi þess að bókmenntaumræða líðandi stundar fór víðar fram en í
dagblöðunum.
Raymond Williams segir að módernismi í sinni róttækustu mynd gangi
ekki aðeins út á að vinna að framgangi ákveðinnar tegundar af list heldur
einnig að ráðast gegn samfélagslegu og menningarlegu skipulagi í nafni
þessarar listar.74 Margt gefur til kynna að módernistar hér á landi hafi
72 Sama heimild, bls. 446.
73 Sami staður. Væntanlega vísar Dagný hér eingöngu til tímaritanna tveggja sem hún
nefnir fyrr, Tímarits Máls og menningar og Félagsrits Almenna bókafélagsins, en það
er þó ekki gefið sérstaklega til kynna.
74 Raymond Williams, „The Politics of the Avant-Garde“, Politics of Modernism.
Against the New Conformists, London: Verso, 1989, bls. 49–63, hér bls. 51.
ÞRÖSTUR HELGASON