Peningamál - 01.11.2000, Page 4

Peningamál - 01.11.2000, Page 4
PENINGAMÁL 2000/4 3 Verðbólgan hjaðnar er dregur úr áhrifum verðhækk- ana húsnæðis og bensíns Undanfarna þrjá mánuði hefur dregið nokkuð úr verðbólgu mældri sem hækkun vísitölu neysluverðs yfir 12 mánuði. Verðbólgan varð mest 6% í apríl, en var 4,2% í októberbyrjun. Verðbreytingar á milli mánaða hafa hins vegar verið mjög sveiflukenndar. T.d. lækkaði vísitala neysluverðs um ½% í ágúst en hækkaði um 1% í október. Þessar sveiflur má meðal annars rekja til árstíðabundinna verðlagsbreytinga, t.d. útsölu fatnaðar, sem stundum geta hnikast til á milli mánaða. Því er ástæða til að vara við oftúlkun mánaðarlegra verðlagsbreytinga. Á sama tíma og verðbólga hefur hjaðnað nokkuð hérlendis hefur hún aukist í helstu viðskiptalöndum Íslands. Í september hafði vísitala neysluverðs hækk- að um 2,8% yfir tólf mánuði á evrusvæðinu og um 3,5% í Bandaríkjunum. Á sama tíma var verðbólgan 4% á Íslandi en aðeins 3,4% ef verðbólga hér er mæld á sama kvarða og á evrusvæðinu.2 Í viðskiptalöndun- Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum1 Verðbólguhjöðnun krefst aðhalds Verðlagsþróun var mun hagstæðari á þriðja ársfjórðungi en reiknað var með í spá Seðlabankans í ágúst sl. Verðbólgan mæld sem tólf mánaða hækkun verðlags hefur því hjaðnað frá því í vor. Einnig er nú minni munur á verðbólgu og í viðskiptalöndum þar sem hún hefur ágerst m.a. vegna hækkunar olíu- verðs. Verðlagshorfur fyrir næsta ár hafa hins vegar versnað, þar sem gengi krónunnar er lægra nú en síðla sumars. Seðlabankinn spáir að verðbólga verði rúm 5% á milli áranna 2000 og 2001 en 4,6% yfir árið 2001. Miðað við óbreytt gengi eru hins vegar horfur á að verðbólga hjaðni í 3% á árinu 2002. Áhrif nýlegrar 0,8% vaxtahækkunar Seðlabankans eru hins vegar ekki komin fram nema að hluta og því hugsanlegt að þau nægi til að koma verðbólgu niður á svipað stig og í viðskiptalöndum eftir u.þ.b. tvö ár, eins og stefnt er að. Mikil og vaxandi spenna á vinnumarkaði og verulegur viðskiptahalli eru hins vegar áfram áhættuþættir varðandi verðlagsþróunina. Útlánavöxtur hefur ekkert hjaðnað og er enn langt fyrir ofan það sem samrýmist stöðugleika. Þá eru vísbendingar um að verulega hafi hægt á fram- leiðniaukningu áhyggjuefni. Velta hefur aukist minna en á síðasta ári og töluvert hefur dregið úr um- svifum á húsnæðismarkaði. Þar koma til áhrif hærri vaxta m.a. vegna aðhaldssamrar peningastefnu. Verri horfur um útflutningsframleiðslu, hærra vaxtastig, verðlækkun hlutabréfa, vaxandi greiðslubyrði af skuldum, aukin skattbyrði og almennt minni bjartsýni munu að líkindum stuðla að minni vexti eftir- spurnar á næsta ári. Því er líklegt að umtalsvert dragi úr hagvexti eins og reyndar er spáð. Aðhaldsstig stefnunnar í ríkisfjármálum hefur aukist á síðustu tveim árum og hefði innlend eftirspurnarþensla orðið mun meiri án þess. Í ljósi mikillar innlendrar eftirspurnar og viðskiptahalla hefði reyndar verið æski- legt að auka aðhald meira. Á næsta ári eykst aðhald lítillega til viðbótar. Aðhaldsstig peningastefnunnar er verulega mikið eftir vaxtahækkun Seðlabankans 1. nóvember og verður það áfram þar til að ótvíræð merki sjást um hjöðnun ofþenslu og forsendur verðstöðugleika hafa styrkst. 1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem tiltækar voru þann 1. nóvember 2000. 2. Munurinn stafar einkum af því að verðhækkun húsnæðis kemur ekki fram með sama hætti í samræmdri vísitölu neysluverðs á EES-svæðinu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.