Peningamál - 01.11.2000, Page 6

Peningamál - 01.11.2000, Page 6
PENINGAMÁL 2000/4 5 sveiflu í verðlagi fatnaðar kunna að hafa haft áhrif á síðustu mælingar, en áhrif sumarútsalna ættu nú að vera gengin til baka. Verðlag fatnaðar er nú svipað og áður en útsölur hófust. Því virðist sem lækkun á gengi krónunnar í sumar hafi ekki leitt til hækkunar að útsölum loknum. Verðbólguhjöðnunin í ágúst og september til samans varð nokkru meiri en Seðlabankinn gerði ráð fyrir í spá sinni sem birt var í ágústhefti Peninga- mála. Þar var reiknað með 1,8% hækkun vísitölu neysluverðs milli annars og þriðja ársfjórðungs, en niðurstaðan varð hækkun um 0,5%. Að nokkru leyti má rekja minni hækkun en reiknað var með til sterk- ari áhrifa af völdum sumarútsölu á fatnaði auk þess sem bensínverð lækkaði. Að verulegum hluta er þó erfitt að skýra frávikið með þróun einstakra liða. Þrátt fyrir þetta ofmat á verðbólgu er meðalskekkjan í spám Seðlabankans einn ársfjórðung þó neikvæð um 0,06% á tímabilinu frá 1. ársfj. 1999 til 3. ársfj. 2000, enda vanspáði bankinn verðbólgu ársfjórðung- ana á undan. Er verðbólguhjöðnunin sem orðið hefur frá því í apríl varanleg eða er að einhverju leyti um tíma- bundin áhrif að ræða? Við þessari spurningu er ein- ungis hægt að gefa skilyrt svör. Haldist gengi krón- unnar stöðugt verður að telja fremur líklegt að mesta verðuppsveiflan í húsnæðis- og bensínverði sé að baki. Vísbendingar af húsnæðismarkaði benda til þess að heldur sé farið að hægja á eftirspurn, enda er húsnæðisverð nú þegar orðið hátt í sögulegu sam- hengi og ávöxtunarkrafa húsbréfa hefur hækkað um- talsvert frá því fyrir ári. Húsnæðisverð gæti þó haldið áfram að hækka á meðan atvinnuhorfur versna ekki, kaupmáttur vex og fólksstraumur til höfuðborgar- svæðisins heldur áfram. Raunverð húsnæðis hefur nú hækkað um u.þ.b. 30% frá árinu 1997. Ýmis dæmi eru um töluvert meiri raunhækkun fasteignaverðs á fáum árum, t.d. á Norðurlöndum, Bretlandi, Japan o.fl. löndum undir lok 9. áratugarins og Írlandi á undanförnum árum (sjá grein um írsk efnahagsmál á bls. 64). Í öllum tilvikum tengdist hækkunin miklu ójafnvægi í þjóðarbúskapnum og gekk að miklu eða jafnvel öllu leyti til baka (að Írlandi undanskildu sem enn er í uppsveiflu) þegar þjóðarbúskapurinn leitaði jafnvægis á ný. Erfitt er hins vegar að sjá fyrir hvenær eða hve snögglega slík umskipti eiga sér stað, en þegar þau verða gæti verðbólga hjaðnað hratt að öðru óbreyttu. Meginóvissan í verðlagsþróun á næstu misserum felst í gengi krónunnar annars vegar og í launaþróun hins vegar. Að því er gengið áhrærir togast annars vegar á aðhaldssöm peningastefna, sem stuðlar að því að gengi krónunnar haldist sterkt, og hins vegar vaxandi þrýstingur á gengi krónunnar vegna mikils viðskiptahalla, versnandi hagvaxtar- horfa og meiri verðbólgu en í viðskiptalöndunum. Fjármögnun hallans gæti orðið torsóttari eftir því sem fram líða stundir. Gerð var könnun í september á verðbólguvænt- ingum almennings.3 Að meðaltali spáðu svarendur 4,5% verðbólgu næstu 12 mánuði, samanborið við 5,4% í könnun sem gerð var í maí. Væntingar al- mennings virðast því vera á svipuðu róli og verð- bólguvæntingar markaðsaðila á sama tíma, sem bendir e.t.v. til þess að almenningur sé vel upplýstur um gang mála. Mat þeirra á verðlagshorfum kann þó að ráðast í ríkum mæli af verðbólgu liðins tíma, sem var mjög svipuð. Verðbólguspá: Verðbólga hjaðnar því aðeins á næsta ári að gengi krónunnar hækki eða hraðar dragi úr eftirspurnarspennu Verðbólguspáin sem hér er lögð fram ber þess merki að hún er gerð í kjölfar umtalsverðrar lækkunar á gengi krónunnar. Í spám Seðlabankans er að jafnaði reiknað með óbreyttu gengi frá þeim tíma sem spá er gerð, í þessu tilfelli 1. nóvember. Tvær ástæður eru fyrir þessari tæknilegu forsendu: Í fyrsta lagi sýnir J M M J S N J M M J S N J M M J S N 1999 2000 2001 1,0 2,0 3,0 4,0 5,0 6,0 7,0 % Neysluverðsvísitala og verðbólguspár SÍ 1999-2001 Mynd 2 12 mán. % breytingar (vísitölu) og % breytingar frá sama ársfj. árið áður (spár) Apríl '99 Apríl '00 Júlí '00 Júlí '99 Okt.'99 Jan.'00 Okt.'00 Neysluverðs- vísitala 3. Könnunin var gerð af PricewaterhouseCoopers fyrir Seðlabanka Íslands.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.