Peningamál - 01.11.2000, Qupperneq 8

Peningamál - 01.11.2000, Qupperneq 8
PENINGAMÁL 2000/4 7 ins 2002 eða lengur. Niðurstöðurnar ber því ekki að taka bókstaflega. Þær undirstrika þó að hætta er á að launaskrið fari úr böndum takist ekki fljótlega að draga úr þeirri eftirspurnarspennu sem nú ríkir, þótt hugsanlegt sé að aukinn innflutningur vinnuafls geti dregið nokkuð úr spennu á vinnumarkaði. Sé á hinn bóginn gert ráð fyrir að hraðar dragi úr innlendri eftirspurnarspennu gæti verðbólga hjaðnað örar á ár- inu 2002. Draga má saman niðurstöður með eftirfarandi hætti: Miðað við óbreytt gengi dregur ekki verulega úr verðbólgu frá því sem nú er fyrr en árið 2002. Eigi að síður yrði verðbólga fullmikil jafnvel undir lok tímabilsins. Hætta er á að verðbólgan verði meiri fari ekki að draga úr þeirri spennu sem ríkir á vinnumark- aði. Á móti kemur að hækkun stýrivaxta seðlabank- ans 1. nóvember gæti leitt til nokkurar styrkingar krónunnar og/eða frekari hjöðnunar innlendrar eftir- spurnar frá því sem nú er reiknað með. Verðbólga gæti þá hjaðnað heldur hraðar. Vísbendingar um að dragi úr veltuaukningu og um- svifum á húsnæðismarkaði Ýmislegt bendir til þess að verulega hafi dregið úr vexti veltu í ýmsum greinum á fyrri hluta þessa árs miðað við árið í fyrra. Samkvæmt virðisaukaskatts- uppgjörum jókst velta á föstu verðlagi á fyrri helm- ingi ársins um einungis 1½% samanborið við 7% í fyrra. Vert er að hafa í huga að minni vöxtur veltu stafar að hluta til af minni umsvifum á framboðshlið hagkerfisins. Velta iðnaðar dróst t.d. saman um 2%, sem að öllu leyti má rekja til sjávarútvegs. Því er ekki rétt að leggja minni vöxt fyllilega að jöfnu við hjöðn- un innlendrar eftirspurnar. Skýr merki eru þó einnig um að dregið hafi úr vexti eftirspurnar, einkum einkaneyslu. Smásölu- verslun dróst t.d. saman um 1% á föstu verði frá fyrri helmingi ársins 1999 til sama tímabils í ár. Þessi samdráttur, sem einkum var áberandi á fyrsta fjórð- ungi ársins, kann þó að vera tímabundinn að hluta. Á fyrstu mánuðum þessa árs voru raunlaun lægri en árið áður og mikil óvissa var í tengslum við gerð kjarasamninga sem kann að hafa haft tímabundin neikvæð áhrif á neyslu. Síðan hafa raunlaun hækkað á ný og atvinnuástand haldist tryggt. Töluverður vöxtur er enn í heildsölustarfsemi og jókst velta þar að raungildi um rúmlega 5% milli fyrri árshelminga 1999 og 2000 sem þó er u.þ.b. helmingi minni veltu- aukning en í fyrra. Fleiri vísbendingar benda í sömu átt. T.d. hefur töluvert dregið úr vexti greiðslukorta- veltu, sem var á fyrsta fjórðungi ársins 11% meiri en á sama tíma í fyrra, en aðeins 4½% meiri á öðrum ársfjórðungi. Tekjur ríkisins af virðisaukaskatti segja sömu sögu. Þær jukust fyrstu 8 mánuði ársins um 4½% að raungildi frá árinu áður, en í fyrra jukust þær um nær 16% að raungildi. Ekki hefur þó hægt jafnmikið á vexti á öllum sviðum efnahagsstarfseminnar. Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð sker sig nokkuð úr, en þar jókst veltan hraðar en í fyrra, eða um 9½% á fyrri helmingi þessa árs samanborið við 2½% á fyrri helmingi árs- ins 1999. Eigi að síður bendir ýmislegt til að nokkuð hafi dregið úr umsvifum á íbúðamarkaði að undan- förnu. T.d. hefur fjárhæð afgreiddra húsbréfa vegna nýbygginga lækkað nokkuð og kaupmáttur þeirra dregist enn meira saman. Hagnaður fyrirtækja á fyrri árshelmingi heldur minni en í fyrra og verð hlutabréfa hefur lækkað Hagnaður fyrirtækja getur gefið vísbendingu um þró- un eftirspurnar, einkum fjárfestingar, í næstu framtíð. Að jafnaði dregur úr hagnaði á síðari hluta hagsveiflu og þess sjást lítils háttar merki í uppgjöri fyrirtækja annarra en fjármálafyrirtækja á Verðbréfaþingi Ís- lands fyrir fyrri helming ársins. Rétt er að gera þann fyrirvara að fyrirtæki sem hafa skráð hlutabréf sín á Verðbréfaþingi eru ekki dæmigert þversnið allra fyrirtækja í landinu, því að jafnan er um öflugustu fyrirtækin að ræða. Enda er það eftirtektarvert í ljósi þess hve dregið hefur úr vexti virðisaukaveltu, eins og greint er frá hér að framan, að velta þessara fyrir- tækja var 28% meiri á fyrri helmingi ársins 2000 en á sama tíma árið áður. Þetta er helmingi meiri vöxtur en á milli fyrri helminga 1998 og 1999. Þessi veltu- aukning skýrist hins vegar að umtalsverðu leyti af yfirtöku, samruna og kaupum á öðrum fyrirtækjum. Einkum virðist hlutdeild sjávarútvegsfyrirtæki á Verðbréfaþingi hafi vaxið á kostnað minni sjávar- útvegsfyrirtækja. Velta þingaðila er því ekki áreiðan- leg vísbending um vöxt viðkomandi greina í heild. Samruni fyrirtækja gerir einnig erfitt um vik að túlka arðsemi fyrirtækjanna sem birtast í uppgjöri þeirra. Yfirtaka á lítt arðbæru fyrirtæki getur t.d. dregið úr hagnaði til skamms tíma, þótt til lengri tíma litið njóti fyrirtækin samlegðaráhrifa og hagræðingar. Rekstrarafkoma (hagnaður fyrir afskriftir og fjár-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.