Peningamál - 01.11.2000, Síða 11
10 PENINGAMÁL 2000/4
í ár svo að tölurnar skekkist ekki vegna samruna
Íslandsbanka og FBA. Þar sést að erlent lánsfé á
áfram stærstan þátt í að fjármagna útlánaaukningu en
hrein Seðlabankafjármögnun er neikvæð.
Upplýsingar liggja fyrir um útlán lánakerfisins í
heild 4 á fyrri helmingi ársins. Útlán þess höfðu auk-
ist heldur minna en útlán bankanna eingöngu, eins og
verið hefur undanfarin ár, eða 17% yfir 12 mánuði.
Hafði vöxtur útlána haldist nokkuð stöðugur í u.þ.b.
heilt ár. Útlán til atvinnuvega höfðu aukist um 26%
eða jafn mikið og á sama tíma í fyrra. Útlán til heim-
ilanna höfðu vaxið um 19% og er þar um nokkra
aukningu að ræða frá fyrra ári, en samdráttur var í
útlánum til ríkissjóðs og ríkisstofnana, sem höfðu
dregist saman um tæpan fjórðung á 12 mánuðum.
Vísbendingar um vaxandi spennu á vinnumarkaði, en
hún hefur enn ekki birst í auknu launaskriði.
Þótt margt bendi til þess að velta vaxi hægar á þessu ári
en því síðasta heldur spenna á vinnumarkaði áfram að
aukast. Dregið hefur jafnt og þétt úr atvinnuleysi á
árinu. Í september sl. var það 0,9%, eða 1,1% sé
leiðrétt fyrir árstíðarsveiflu. Eftir því sem atvinnuleysi
minnkar eykst spenna á vinnumarkaði, en ekki endi-
lega í réttu hlutfalli. Því meira sem gengur á varasjóð
vinnufærs fólks í landinu verður erfiðara að finna
starfsfólk sem hefur þá hæfni, menntun eða reynslu
sem til þarf. Fjölgun lausra starfa hjá vinnumiðlunum
gefur vísbendingu um hversu mikið spennan á vinnu-
markaði hefur aukist að undanförnu. Fjöldi starfa sem
eru í boði hjá vinnumiðlunum hefur tekið stökk upp á
við sl. mánuði. Hið sama var reyndar uppi á teningnum
sumarið 1999, en nú er fjöldinn mun meiri og hinn
mesti á yfirstandandi hagvaxtarskeiði. Könnun Þjóð-
hagsstofnunar á atvinnuástandi sem gerð var í sept-
ember 2000 gefur sömu mynd. Atvinnurekendur á
landinu öllu vildu fjölga starfsfólki um 630 manns,
sem er meira en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir að
atvinnurekendur á landsbyggðinni vildu fækka um 390
manns. Mest eftirspurn er eftir fólki í byggingariðnaði
og þjónustu. Könnunin sýnir því að eftirspurn eftir
vinnuafli fer ekki einungis vaxandi heldur líka mis-
vægið á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar.
Í vaxandi mæli hafa innlend fyrirtæki og stofnan-
ir þurft að leita eftir erlendu starfsfólki til að manna
ýmis þjónustu- og framleiðslustörf. Á tímabilinu
janúar-september voru veitt 2.549 ný og framlengd
atvinnuleyfi, samanborið við 2.047 á sama tíma árið
1999. Fyrstu níu mánuði ársins fluttust 1.122 fleiri
einstaklingar til landsins en frá því, aðallega erlendir
ríkisborgarar. Þetta er ívið meiri aðflutningur en á
sama tíma árið 1999. Samkvæmt nýlegri úttekt má
áætla að erlendir ríkisborgarar á Íslandi séu nú rúm-
lega 7.000, u.þ.b. 2.000 fleiri en fyrir 3 árum. Þessi
aðflutningur kann að hafa skipt sköpum um að halda
spennunni á íslenskum vinnumarkaði í skefjum.
Þjóðhagsáætlun: Dregur úr hagvexti, en horfur um
viðskiptahalla verri en áður
Í október sl. var lögð fram þjóðhagsáætlun fyrir árið
2001, sem gerð fjárlaga fyrir árið byggir á. Helsta
breytingin frá síðustu spá Þjóðhagsstofnunar, sem
lögð var fram í júní sl., er að gert er ráð fyrir meiri
vexti utanríkisviðskipta, einkum innflutnings.
Innflutningur er nú talinn munu vaxa um 7% frá fyrra
ári, en í júní var reiknað með 4,7% vexti. Þrátt fyrir
aukinn halla á utanríkisviðskiptum, bæði vöru og
þjónustu, er eigi að síður reiknað með örlitlu minni
viðskiptahalla, í krónum talið, en í júníspánni. Það
skýrist að öllu leyti af breyttum aðferðum við upp-
gjör þáttatekna, eins og greint verður frá nánar síðar.
Hlutfall hallans af landsframleiðslu eykst hins vegar
lítillega eða í 8%. Fyrir skömmu gerði Þjóðhags-
stofnun grein fyrir endurskoðun á uppgjörsaðferðum
þjóðhagsreikninga og fylgir stutt samantekt um
helstu breytingar í ramma 1.5 Breytingarnar hafa í för
Atvinnuleyfi og störf í boði 1997-2000
J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J S
1997 1998 1999 2000
0
100
200
300
400
500
600
700
800
Veitt atvinnuleyfi
Störf í boði
Mynd 5
3 mánaða hreyfanlegt meðaltal
Heimild: Vinnumálastofnun.
4. Auk bankanna teljast til lánakerfisns fjárfestingarlánasjóðir atvinnu-
veganna, Íbúðalánasjóður, lífeyrissjóðir, tryggingarfélög, eignarleigur,
verðbréfasjóðir og lánasjóðir ríkisins.