Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 14

Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 14
samdráttur fjármunamyndunar minnkar úr 3,5% í 1,5%. Nú er talið að viðskiptahallinn muni nema 7,9% af landsframleiðslu, samanborið við 7,2% í júní, þrátt fyrir að ný uppgjörsaðferð þáttatekna sýni minni halla en ella. Hins ber þó að gæta að eftir því sem ójafnvægið í þjóðarbúskapnum varir lengur aukast líkur á að skil verði í hagþróuninni sem gætu jafnvel falið í sér samdrátt í framleiðslu. Erfitt hefur reynst að tímasetja slík skil með haglíkönum sem spá hagvexti, enda ræðst tímasetning þeirra að nokkru leyti af vænt- ingum markaðsaðila. Hægfara aðlögun eða snögg umskipti? Eftir ójafnvægi undanfarin ár mun þjóðarbúskap- urinn að endingu leita jafnvægis með einhverjum hætti. Spurningin er hvort sú aðlögun verður hægfara eða skyndileg. Í þjóðhagsáætlun er lýst hugsanlegri framvindu til ársins 2005. Þar er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði um nokkurra ára skeið undir lang- tímahagvaxtargetu þjóðarbúsins, en jákvæður þó. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi haldist lítið, en verð- bólga hjaðni eigi að síður og verði u.þ.b. 2½% undir lok tímabilsins. Á hinn bóginn er gert ráð fyrir við- varandi viðskiptahalla og áframhaldandi skuldasöfn- un. Gangi þetta eftir munu hreinar erlendar skuldir því aukast hratt og verða komnar í 85% af landsfram- leiðslu í lok næsta árs og 100% í lok tímabilsins. Þessi framreikningur byggir reyndar á þeirri forsendu að áfram muni draga úr einkasparnaði, sem kann að vera hæpið þegar horft er til svo langs tíma. Í stuttu máli er gert ráð fyrir áframhaldandi ójafn- vægi í utanríkisviðskiptum, þrátt fyrir nálgun að innra jafnvægi. Það er því í raun ekki hægt að tala um „mjúka lendingu“, því að lending, í merkingunni afturhvarf til sjálfbærs hagvaxtar, mun ekki eiga sér stað á tímabilinu sem um ræðir. Aðlögun sem nauð- synleg er til að tryggja sjálfbæra þróun viðskipta- jafnaðar hefur í raun aðeins verið slegið á frest. Að jafnmikið ójafnvægi í ytri jöfnuði þjóðarbúsins vari eins lengi og gert er ráð fyrir í framreikningunum væri í hæsta máta óvenjulegt, eins og vikið verður að síðar, þótt það sé e.t.v. ekki óhugsandi. Í öllu falli myndi skuldastöðu þjóðarbúsins hraka svo mikið á tímabilinu að gera verður ráð fyrir að jafnvægisraun- gengi krónunnar lækkaði, nema útflutningur ykist af ófyrirséðum ástæðum. Frestun aðlögunar mun því óhjákvæmilega fela í sér að aðlögunin þurfi að vera meiri en ella þegar að henni kemur. Mynd sem dregin er upp af innri jöfnuði þjóðar- búsins í því dæmi sem greint er frá í þjóðhagsáætlun kann einnig að orka tvímælis. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi verði 1,8% á næsta ári, sem er töluvert minna en ætla má að samrýmist stöðugu verðlagi. Þó svo að gert sé ráð fyrir að atvinnuleysi aukist lítillega og fari yfir 2% á tímabilinu 2000-2005 er mikið vafamál að verðbólga haldist eins lítil og gert er ráð fyrir í framreikningi Þjóðhagsstofnunar við jafn lítið atvinnuleysi. Svo lengi sem vinnumarkaður er yfir- spenntur er veruleg hætta á auknu launaskriði. Spennan á innlendum vinnumarkaði virðist síst í rén- un, eins og komið hefur fram, og framundan eru vinnuaflsfrekar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Kjarasamningar opinberra starfsmanna gætu magnað spennuna enn frekar. Ætla má að eftir- spurnarspenna nái hámarki á yfirstandandi ári og framleiðsla verði á bilinu 2-3% umfram framleiðslu- getu til langs tíma (sjá ramma 2). Miðað við fors- endur Þjóðhagsstofnunar mun þjóðarbúskapurinn ná innra jafnvægi á tímabilinu 2002-2003. Spurningin er hins vegar hvort jafnvægi komi of seint til að afstýra víxláhrifum verðlags og launa. Til þess að það megi takast kann að vera nauðsynlegt að sætta sig við að framleiðsla falli tímabundið undir fram- leiðslugetu. Hugsanlega mun slík aðlögun eiga sér stað að nokkru leyti sjálfkrafa. Framreikningar Þjóðhags- stofnunar fela í sér að þrátt fyrir umtalsverðan sparn- að hins opinbera mun þjóðhagslegur sparnaður minnka á næstu árum. Þjóðhagslegur sparnaður, sem nam 19% af landsframleiðslu við upphaf þessa ára- tugar var kominn niður í 16% af landsframleiðslu á síðasta ári og gert er ráð fyrir að hann muni minnka enn frekar fram til ársins 2005. Minnkandi sparnaður skýrist að öllu leyti af minni einkasparnaði. Ástæða er til að efast um að þetta gangi eftir, þar sem það felur í sér að heimilin haldi áfram að fjármagna einka- neyslu með því að safna skuldum. Skuldir heimilanna hafa reyndar aukist mjög hratt á yfirstandandi ári og hraðar en árin á undan. Að nafnvirði er áætlað að skuldir heimilanna aukist um 19% frá síðasta ári og hlutfall þeirra af ráðstöfunartekjum hækki í 163% sem er 17% meira en í fyrra. Skuldasöfnun heimil- anna er því enn ekki í rénun nema síður sé, þótt áætl- anir bendi til töluvert aukinnar greiðslubyrði. Hærri vextir hvetja heimilin hins vegar til þess að draga úr lántökum og greiða niður skuldir. Aukin PENINGAMÁL 2000/4 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.