Peningamál - 01.11.2000, Page 16

Peningamál - 01.11.2000, Page 16
greiðslubyrði, bæði vegna stækkunar skuldastofnsins og hækkunar vaxta, krefst þess að neysla vaxi hægar en ráðstöfunartekjur þegar fram líða stundir. Frá því um miðjan áratuginn til síðasta árs jókst greiðslu- byrði heimilanna lauslega áætlað úr 20% í 30% af ráðstöfunartekjum. Ætla má að á yfirstandandi ári muni greiðslubyrðin aukast í u.þ.b. 35% ráðstöfunar- tekna og halda áfram að þyngjast á næstu árum. Erfitt er að sjá fyrir hvenær skuldasöfnun stöðvast, þótt ljóst sé að það sé óhjákvæmilegt. Svo lengi sem söfn- un skulda heldur áfram mun sífellt meiri þrýstingur skapast á einkaneyslu og umskipti geta orðið snögg þegar þau verða, t.d. ef atvinnuöryggi minnkar skyndilega eða vextir hækka enn frekar. Á móti skuldum heimilanna koma reyndar einnig umtals- verðar eignir, en um þær liggja ekki fyrir nægar upp- PENINGAMÁL 2000/4 15 mjög seigfljótandi ferill. Við mat á leitniferli vinnuafls eru hins vegar margar aðferðir mögulegar. Einfaldast væri að nota HP-síuna á mælda vinnuaflsnotkun. Önnur leið væri hins vegar að skipta vinnuaflsnotkun í undirþætti sína (2) Nt = Ht Lt (1-ut) þar sem Ht er þátttökuhlutfallið, Lt er fjöldi einstaklinga á vinnualdri (15-64 ára) og ut er atvinnuleysishlutfallið. Yfirleitt er notast við mælt þátttökuhlutfall og raunveru- legar tölur um fjölda einstaklinga á vinnualdri, enda seig- fljótandi stærðir.2 Hins vegar er reynt að meta undirliggj- andi atvinnuleysisstig hagkerfisins, þ.e. það atvinnuleysi sem samræmist stöðugri verðbólgu (svokallað náttúrulegt atvinnuleysi, NAIRU). Þetta hugtak er nátengt hugtakinu um framleiðslugetu hagkerfisins þar sem bæði tengjast þau þeirri staðsetningu hagkerfisins í hagsveiflunni sem samsvarar því að enginn þrýstingur sé á verðbólgu. Mat á náttúrulegu atvinnuleysi er háð óvissu á sama hátt og mat á framleiðslugetunni. Ein leið væri að nota HP-síuna á mælt atvinnuleysi. Einnig væri hægt að miða við hlutfall sem talið er sennilegt að endurspegli undirliggjandi upp- byggingu innlends vinnumarkaðar. Hér er sú leið farin að gera ráð fyrir að náttúrulegt atvinnuleysi sé 2,5%. Atvinnuleysi undir 2,5% þýðir því að vinnumarkaðurinn sé yfirspenntur. Sé atvinnuleysi hins vegar yfir 2,5% þýðir það hins vegar að vinnuaflið sé vannýtt. Mynd 1 sýnir mismunandi mat á framleiðsluspennu hagkerfisins fyrir tímabilið 1980-2001:3 1) Framleiðslugeta metin með HP-síu á Yt (YHP) 2) Út frá framleiðslufallinu með HP-síu á Nt (PF-N(HP)) 3) Út frá framleiðslufallinu með 2,5% náttúrulegt atvinnu- leysi (PF-NAIRU=2,5%) 4) Út frá framleiðslufallinu með náttúrulegt atvinnuleysi metnu með HP-síu (PF-NAIRU=HP) Eins og sést á myndinni gefa mismunandi aðferðir mismunandi mat á framleiðsluspennu hagkerfisins. Þó er þróunin mjög lík milli aðferða. Frávik eru stærst árið 1987 þar sem skv. tveimur aðferðum er gert ráð fyrir að aðeins hluti af aukinni vinnuþátttöku hafi verið varanlegur en skv. hinum er gert ráð fyrir að aukningin hafi að öllu leyti verið varanleg. Eins og sést var töluverður slaki í hag- kerfinu á tímabilunum 1983-1985 og 1992-1996. Fram- leiðsla hefur hins vegar verið umfram langtímagetu frá árinu 1998. Spennan nær hámarki á þessu ári er hún mælist á bilinu 2½-3% eftir því hvaða aðferð er notuð.4 Samkvæmt þessu mati og undirliggjandi spá Þjóðhags- stofnunar mun hagkerfið ná jafnvægi á tímabilinu 2002- 2003. Mismunandi mælikvarðar á framleiðsluspennu hagkerfisins 1980 82 84 86 88 90 92 94 96 98 00 01 0,0 2,0 4,0 6,0 8,0 -2,0 -4,0 -6,0 % Mynd 1 PF-N(HP) YHP PF-NAIRU=2.5% PF-NAIRU=HP 2. Gallinn við það er hins vegar sá að með því er gert ráð fyrir að allar breytingar í vinnuþátttöku séu varanlegar, t.d. aukin vinnuþátttaka 1987 og á síðustu árum. 3. Leitniferlar eru metnir með gögnum fyrir tímabilið 1963-2005 til að lágmarka áhrif endapunktanna. Gögnin koma frá Þjóðhagsstofnun. 4. Sé hin aukna vinnuþátttaka síðustu ára varanleg, má búast við að lægra matið sé nær sanni. Sé vinnuþátttakan ekki nema að hluta varanleg, er hærra matið líklega réttara.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.