Peningamál - 01.11.2000, Side 17

Peningamál - 01.11.2000, Side 17
16 PENINGAMÁL 2000/4 Margir telja framþróun upplýsingatækni og fjarskipta (stundum kallaður nýbúskapur) hafa valdið því að fram- leiðniaukning sé mun meiri í núverandi uppsveiflu í Bandaríkjunum en dæmi eru um á síðustu áratugum. Afleiðing þessarar miklu framleiðniaukningar er að hag- vöxtur í Bandaríkjunum hefur aukist hraðar en áður án þess að verðbólguþrýstingur fylgdi í kjölfarið. Athyglis- vert er að skoða hvort einhver merki svipaðrar þróunar sjáist hér á landi. Mynd 1 sýnir framleiðniþróun á Íslandi síðustu tuttugu árin. Eins og sést á myndinni jókst framleiðni tiltölulega hratt hér á landi í upphafi núverandi uppsveiflu, 1996- 1997. Eftir því sem tekið hefur að síga á seinni hluta upp- sveiflunnar hefur hins vegar hægt nokkuð á framleiðni- vextinum. Þetta er í samræmi við einkenni hefðbundinna uppsveiflna, þar sem æ stærri hluti vinnuaflsins er virkj- aður, fremur en einkenni uppsveiflu sem drifin er áfram af tæknibyltingu eins og verður þegar áhrif nýbúskapar eru sterk. Myndin sýnir einnig mælingar á heildarþáttafram- leiðni hagkerfisins (sjá ramma 2). Eins og sjá má hefur vöxtur heildarþáttaframleiðni verið mjög líkur meðal- framleiðni vinnuafls meginhluta tímabilsins. Þó var fram- leiðni vinnuaflsins meiri í lok síðasta áratugar og aftur síðustu 2-3 ár vegna mikillar uppbyggingar fjármagns- stofnsins. Eins og sést á mynd 2 hefur framleiðnivöxtur verið kröftugri á síðustu árum en að meðaltali síðustu tvo ára- tugi. Sams konar þróun hefur einnig átt sér stað víða erlendis. Á þennan mælikvarða hefur framleiðniaukning á Íslandi verið með því besta sem gerist. Þar sem hagsveifluþættir hafa sterk áhrif á mælda framleiðni er erfitt að nota hana til að leggja mat á undir- liggjandi framleiðniþróun í hagkerfinu. Til þess er eðli- legra að notast við framleiðniþróun út frá þróun fram- leiðslugetu hagkerfisins. Fjallað var um slíka ferla í ramma 2. Þegar notast er við meðaltal metinnar fram- leiðslugetu kemur eftirfarandi þróun í ljós. Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu hefur lítil aukning orðið í undirliggjandi framleiðniaukningu vinnuafls og heildarþátta á síðustu tveimur áratugum. Undirliggjandi framleiðni vinnuafls virðist vaxa að meðaltali um 1½%, á meðan heildarþáttaframleiðni vex um 1% að meðaltali. Því sést að mæld framleiðni hefur vaxið hraðar á síðustu árum en sem samræmist undirliggjandi vexti. Rammi 3 Framleiðniþróun á Íslandi Meðalframleiðni vinnuafls og heildarþáttaframleiðni 1980-2001 1980 82 84 86 88 90 92 94 96 98 00 01 0,0 2,0 4,0 6,0 -2,0 -4,0 % Mynd 1 Meðalframleiðni vinnuafls Heildarþátta- framleiðni Framleiðni vinnuafls í nokkrum löndum Ísland Banda- ríkin EMU Dan- mörk Finn- land Noregur Sví- þjóð 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 % 1981-2000 1996-2000 Mynd 2 Árlegur vöxtur (%) Framleiðniþróun á Íslandi (árlegur vöxtur í %) 1971- 1981- 1991- 1996- 1980 1990 2000 2000 Framleiðni vinnuafls...... 3,7 1,0 1,4 2,1 Sveifluleiðrétt ................ 2,7 1,2 1,3 1,4 Heildarþáttaframleiðni... 2,8 0,6 1,0 1,8 Sveifluleiðrétt ................ 1,8 0,9 0,9 1,0 Sveifluleiðrétt framleiðni vinnuafls er fengin með því að nota meðal- tal matsins á framleiðslugetu og vinnuaflsnotkun í ramma 2. Sveiflu- leiðrétt heildarþáttaframleiðni er fengin með HP síu (sjá ramma 2).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.