Peningamál - 01.11.2000, Side 18

Peningamál - 01.11.2000, Side 18
lýsingar og óljóst hvernig ber að meta þær á móti skuldunum. Verðbréfaeign hefur t.d. aukist verulega á liðnum árum, en selji heimilin slíkar eignir í stórum stíl kemur það niður á verði þeirra. Umtalsverð lækkun hefur orðið á verði hlutabréfa á þessu ári sem kann að draga úr neyslu. Samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar mun fjár- munamyndun dragast nokkuð saman á næsta ári vegna loka framkvæmda við stækkun Norðuráls. Árin 2002-2004 er gert ráð fyrir að fjárfesting atvinnuveganna dragist enn frekar saman en aukin fjárfesting í íbúðarhúsnæði vegi á móti að hluta. Fjár- munamyndun er næm fyrir breytingu vaxta, gengis og væntinga um hagvöxt, auk þess sem óvissa er um hugsanlega fjárfestingu í stóriðju. Mjög getur því brugðið til beggja vona um fjármunamyndun á næstu árum, rétt eins og hún hefur sveiflast verulega undan- farin ár. Annars vegar gætu háir vextir haft í för með sér mun snarpari samdrátt fjárfestingar en nú er gert ráð fyrir og sveiflur í gengi gætu leikið þau fyrirtæki grátt sem á undanförnum árum hafa fjármagnað fjár- festingu með erlendum eða gengisbundnum lánum. Hins vegar gæti fjárfesting í stóriðju og virkjunum hæglega aukist. Verði af stækkun álbræðslu Norður- áls færi áhrifa hennar að gæta verulega árið 2002 og framkvæmdir ná hámarki árið 2005.8 Verði ekki af stórfelldum framkvæmdum vegna stóriðju næstu tvö árin er hins vegar hugsanlegt að samdráttur inn- lendrar eftirspurnar geti orðið meiri en nú er gert ráð fyrir. Hægari vöxtur innlendrar eftirspurnar eða jafnvel samdráttur gæti stuðlað að minni viðskiptahalla en reiknað er með í framreikningi Þjóðhagsstofnunar, þótt það verði engan veginn sársaukalaus aðlögun. Ekki er heldur loku fyrir það skotið að vöxtur útflutn- ings verði meiri en gert er ráð fyrir. Útflutningur ýmiss konar iðnaðar- og tæknivöru hefur verið nokk- uð ör að undanförnu. Útflutningur þjónustu, m.a. í greinum sem byggja á hugviti, lofar einnig góðu. Til marks um hve mikil áhrif þessar greinar hafa má nefna að á fyrri helmingi ársins var útflutningur þjón- ustu og iðnaðarvöru án stóriðju rúmum 7 ma.kr. meiri en á sama tíma 1999 á meðan útflutningur sjávarafurða var tæplega 4 ma.kr. minni en árið áður. Vöxtur þjónustu og sprotagreina í iðnaðar- og tækni- geiranum skipti því sköpum og kom í veg fyrir sam- PENINGAMÁL 2000/4 17 Sams konar þróun virðist koma í ljós þegar fram- leiðsla á unna stund er skoðuð.1 Hún jókst töluvert fyrstu ár uppsveiflunnar en nokkuð hefur dregið úr vextinum á síðustu tveimur árum. Framleiðsla á unna stund jókst að meðaltali um 1½% á tímabilinu 1996-2000. Í Bandaríkjunum jókst fram- leiðsla á unna stund hins vegar um 2½% að meðtali á sama tíma. Samkvæmt áætlunum fyrir tímabilið 1999- 2000 er áætlað að framleiðsla á unna stund vaxi um innan við ½% á hvoru ári hér á landi en vaxi á sama tíma um 3% í Bandaríkjunum. Því virðist lítið bóla á áhrifum nýbúskapar á fram- leiðnivöxt hér á landi enn sem komið er. Þetta er hins vegar sams konar þróun og sést víða annars staðar, ef frá eru talin lönd eins og Bandaríkin, Finnland og Írland. Til- tölulega lítill framleiðnivöxtur hér á landi miðað við unna stund síðustu tvö árin er hins vegar sérstaklega mikið áhyggjuefni í ljósi mikillar spennu á innlendum vinnu- markaði sem valdið hefur mikilli hækkun launa. Nái framleiðnivöxtur ekki að halda í við launahækkanir er hætta á að erfiðara verði að halda verðbólgu í skefjum. Framleiðni vinnuafls og framleiðsla á unna stund 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 0,0 1,0 2,0 3,0 4,0 5,0 -1,0 -2,0 -3,0 % Mynd 3 Árlegur vöxtur (%) Framleiðsla á unna stund Framleiðni vinnuafls 8. Sjá Þjóðhagsstofnun: Report of the Working Group on The Impact of the Noral Project on Iceland´s Economy and Infrastructure, National Economic Institute, október 2000. 1. Notast er við gögn um vinnustundir á viku út frá vinnumarkaðs- könnun Hagstofu Íslands. Þrátt fyrir þekkta annmarka ætti þessi úrtakskönnun að gefa ágæta mynd af þróun fjölda vinnustunda yfir lengri tíma.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.