Peningamál - 01.11.2000, Qupperneq 30

Peningamál - 01.11.2000, Qupperneq 30
PENINGAMÁL 2000/4 29 I. Inngangur Í Peningamálum 2000/1 (febrúar) var í sérstakri grein fjallað um styrk og veikleika fjármálakerfisins hér á landi með tilliti til hættunnar á fjármálalegum óstöðugleika. Er þá átt við hættuna á að starfsemi fjármálastofnana og markaða truflist með það afger- andi hætti að búsifjum valdi fyrir hagkerfið í heild. Það var niðurstaða greiningarinnar í febrúar að staða fjármálakerfisins væri á heildina litið traust og að þjóðhagslegt umhverfi væri hagstætt, einkum þar sem hagvöxtur og raunaukning tekna var enn umtals- verð og afkoma atvinnurekstrar góð. Því voru ekki taldar miklar líkur á fjármálakreppu á Íslandi í nán- ustu framtíð nema þjóðarbúið yrði fyrir áföllum. Hins vegar var bent á ýmsa veikleika sem gætu orðið skeinuhættir þegar fram líða stundir, ekki síst ef brestur yrði í undirstöðum hagvaxtar og aukningar rauntekna. Hér væri einkum um að ræða mikinn viðskiptahalla, peninga- og útlánaþenslu, lágt eigin- fjárhlutfall margra lánastofnana og viðkvæma er- lenda skammtímastöðu þjóðarbúsins. Í þessari grein er ætlunin að rekja hvort og þá í hvaða mæli staðan hefur breyst síðan í febrúar. Fjall- að verður um þróun viðeigandi þátta í efnahagsmál- um á árinu og dregnir saman nokkrir þættir sem varða rekstur viðskiptabanka og sparisjóða sam- kvæmt milliuppgjörum í júnílok. Seðlabanki Íslands hóf fyrir nokkru að skipu- leggja starf sitt á þessu sviði og vinnur nú að frekari athugunum á helstu vísbendingum úr efnahags- og fjármálakerfinu sem nota má við mat á fjármála- stöðugleika. Reglulega verður gerð grein fyrir mati bankans á þessum þáttum. Heildstæð úttekt á stöðug- leika fjármálakerfisins mun hins vegar næst birtast í Peningamálum í maí á næsta ári. II. Þjóðhagslegt umhverfi Hagvöxtur verður meiri á þessu ári en reiknað var með í febrúar sl. Á móti kemur að nú er búist við mun meiri viðskiptahalla og að verðbólga verður meiri á árinu en þá var reiknað með. Ekkert hefur dregið úr útlánaþenslu og fasteignaverð hefur haldið áfram að hækka, hægar þó en sl. vetur. Spenna á vinnumarkaði hefur einnig haldið áfram að aukast. Hins vegar hefur dregið úr veltuaukningu frá því sem var á fyrra ári. Afkoma fyrirtækja hefur versnað þegar á heildina er litið og hlutabréfaverð hefur lækkað síðustu mánuði. Horfur um hagvöxt og tekju- aukningu hafa versnað, m.a. sakir niðurskurðar afla- heimilda á yfirstandandi fiskveiðiári. Hagvaxtarhorfur eru nú taldar slakari en verið hefur um skeið, m.a. vegna fyrirsjáanlegs samdráttar í framleiðslu sjávarafurða á næsta ári. Þjóðhagsstofn- un spáir því að hagvöxtur verði aðeins 1,6% á næsta ári. Enn fremur sýnir framreikningur Þjóðhagsstofn- unar 2-2½% vöxt landsframleiðslu á ári næstu árin þar á eftir. Líkleg styrking þorskstofnsins, hugsan- legar nýjar stóriðjuframkvæmdir og framleiðniaukn- ing vegna framþróunar upplýsinga- og fjarskipta- tækni gætu þó breytt þessari framtíðarsýn. Í þessum efnum er þó ekki á vísan að róa. Minni hagvöxtur er ákaflega æskilegur um þessar mundir þar sem slík þróun mun stuðla að minni ofþenslu og hjálpa til að lækka verðbólgu. Hins vegar eykur slaknandi hag- vöxtur óneitanlega líkurnar á að fyrirtækjum og heimilum reynist þyngra að standa undir skuldum sem þau hafa safnað á undanförnum misserum vegna mikillar neyslu og fjárfestingar. Þrátt fyrir olíuverðshækkanir og lágt verð á fiski- mjöli og lýsi er talið að viðskiptakjör þjóðarinnar rýrni einungis um rúmt 1% á þessu ári eftir kyrrstöðu Stöðugleiki fjármálakerfisins: þróunin innan ársins Nokkur atriði er varða fjármálastöðugleika eru tekin til umfjöllunar í þessari grein í ljósi efnahags- þróunar á árinu og hálfsársuppgjöra viðskiptabanka og sparisjóða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.