Peningamál - 01.11.2000, Síða 51

Peningamál - 01.11.2000, Síða 51
því að sú ákvörðun eigi að vera í höndum ríkisstjórn- ar og seðlabanka eða ríkisstjórnar eingöngu. Tækjasjálfstæði Tækjasjálfstæði seðlabanka er hins vegar talið eitt mikilvægasta form sjálfstæðis þeirra (sjá t.d. Berger og félaga, 2000). Með tækjasjálfstæði er átt við möguleika seðlabankans til að nota stjórntæki sín til að ná markmiðum peningastefnunnar án íhlutunar eða áhrifa frá ríkisstjórn. Aðgangur ríkissjóðs að lánafyrirgreiðslu í seðla- banka Almennt er talið að óheftur aðgangur ríkissjóðs að lánafyrirgreiðslu í seðlabanka sé mikilvæg skýring mikillar verðbólgu víða um heim, sérstaklega í þró- unarlöndum, en einnig í iðnríkjum (t.d. óðaverðbólga Mið-Evrópuríkja á þriðja áratug þessarar aldar, sjá Sargent, 1983). Metið er hversu takmarkaður að- gangur ríkissjóðs er að beinni fjármögnun í seðla- banka. Ráðningartími seðlabankastjóra Að lokum er horft til þess hversu langur ráðningar- tími seðlabankastjóra er. Hugsunin með þessum mælikvarða er að eftir því sem ráðningartíminn er lengri því erfiðara á ríkisstjórn með að skipa seðla- bankastjóra sem henni eru þóknanlegir. Líkurnar á því að seðlabankastjórar starfi sem handbendi ríkisstjórnar og ráðherra ættu því að minnka að öðru óbreyttu. Samkvæmt Cukierman (1992) skiptir ráðn- ingartími seðlabankastjóra mun meira máli í þróunar- ríkjum en iðnríkjum. Hann finnur mun sterkari tengsl milli ráðningartíma seðlabankastjóra og verðbólgu í þróunarríkjum en milli lagalegs sjálfstæðis seðla- banka og verðbólgu. Þessu er hins vegar öfugt farið í iðnríkjum. Ástæðan virðist sú að lagabókstafnum sé síður fylgt í þróunarríkjum en iðnríkjum. Mismunandi leiðir hafa verið farnar við að vega þessa þætti (og stundum aðra) saman til að fá út heildstætt mat á sjálfstæði seðlabanka. Rammi 2 sýnir hvernig rannsókn Frys og félaga var uppbyggð og hvernig þessir þættir voru vegnir saman miðað við mikilvægi þeirra fyrir sjálfstæði seðlabankans. Augljóst er að erfitt er að fá nákvæmt mat á raun- verulegu sjálfstæði seðlabanka. Sjálfstæði þeirra ræðst ekki eingöngu af lagabókstafnum, heldur ekki síður óformlegu fyrirkomulagi samskipta milli ríkis- stjórnar og seðlabanka og fleiri þáttum sem erfitt er að leggja tölulegt mat á (sjá t.d. umfjöllun í Cukierman, 1992, og Berger og félögum, 2000). Ljóst er að mælikvarðar á sjálfstæði seðlabanka byggja ávallt að einhverju leyti á mati þeirra sem framkvæma rannsóknina. Það sama á við um þá rannsókn sem hér er stuðst við. Líklega er hægt að deila um réttmæti einstaka talna en heildarmyndin sem fæst ætti þó að vera nokkuð nærri sanni. 2.6. Mat á sjálfstæði seðlabanka í dag Tafla 1 sýnir samantekt á sjálfstæði seðlabanka víða um heim síðla árs 1998, samkvæmt niðurstöðum Frys og félaga. Eins og sjá má á töflunni virðist sjálfstæði Seðla- banka Íslands lítið í samanburði við aðra seðlabanka. Íslendingar eru á sama báti og Norðmenn en langt á eftir hinum þremur Norðurlandaþjóðunum. Í saman- burði við önnur iðnríki má einnig sjá að sjálfstæði Seðlabanka Íslands mælist mun minna en að meðal- tali í iðnríkjum og er Ísland í 27. sæti meðal 28 iðn- ríkja í þessum samanburði. Aðeins Noregur fær lægri heildareinkunn. Í samanburði við öll 94 ríkin kemur sama þróun í ljós: Ísland telst í 74. sæti af þeim 94 ríkjum sem rannsóknin nær til. Meðaleinkunn Seðlabanka Íslands er sambærileg við meðaleinkunn þróunarríkja en mun lægri en meðaleinkunn um- skiptaríkja. Þegar þessi staða er borin saman við stöðuna í lok níunda áratugarins sem sýnd er á mynd 1 kemur í ljós að svo virðist sem Seðlabanki Íslands hafi setið eftir í þeirri þróun sem átt hefur sér stað meðal annarra iðnríkja. Hefði Seðlabanki Íslands verið með í könn- un Alesinas og Summers (1993) er líklegt að hann hefði verið metinn álíka sjálfstæður og seðlabankar Bretlands, Svíþjóðar og ýmissa annarra Evrópuríkja. Eins og áður hefur verið komið að hafa þessi ríki, ásamt flestum iðnríkjum og fjölda umskipta- og þró- unarríkja, breytt seðlabankalöggjöf sinni í sjálf- stæðisátt á meðan engar slíkar breytingar hafa átt sér stað hér á landi. Áhersla á verðstöðugleika Þegar skoðaðar eru mismunandi áherslur seðlabanka á verðstöðugleika kemur í ljós að yfirgnæfandi meiri- hluti ríkja hefur verðstöðugleika sem eina markmið peningastefnunnar eða sem meginmarkmið hennar ásamt samrýmanlegum markmiðum sem t.d. lúta að 50 PENINGAMÁL 2000/4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.