Peningamál - 01.11.2000, Side 53

Peningamál - 01.11.2000, Side 53
eins og t.d. Nýja Sjáland, Ástralía og Kanada, fara hins vegar einhvers konar milliveg. Hér á landi er ákvörðunin á höndum ríkisstjórnar en hún er tekin í samráði við Seðlabankann. Eins og áður hefur verið minnst á er hægt að færa góð rök fyrir því að þessi ákvörðun eigi ekki að vera ein- göngu í höndum seðlabankans og út frá því virðist ekki vera aðkallandi að breyta frá núverandi fyrir- komulagi þessara mála hér á landi. Tækjasjálfstæði Þegar kemur að tækjasjálfstæði seðlabanka, sem margir telja eitt mikilvægasta form sjálfstæðis, virð- ist Seðlabanki Íslands standa illa í samanburði við seðlabanka annarra þjóða, samkvæmt mati Frys og félaga (2000). Bankinn mælist í neðsta sæti meðal 28 iðnríkja og í 79.-89. sæti meðal allra 94 ríkjanna sem könnunin nær yfir. Matið fyrir Seðlabanka Íslands endurspeglar veika stöðu hans gagnvart kjörnum stjórnvöldum samkvæmt lögum bankans. Samkvæmt þeim er það meginhlutverk bankans að stuðla að því að stefna ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum nái tilgangi sínum, jafnvel þótt sú stefna gangi í berhögg við skoðanir bankans eða markmiðið um stöðugt verð- lag. Þetta veikir tækjasjálfstæði bankans í grund- vallaratriðum. Jafnvel þótt bankinn hafi í dag nokkuð svigrúm til að beita stjórntækjum sínum, má setja alvarleg spurningarmerki við raunverulegt tækja- sjálfstæði bankans komi til ágreinings milli bankans og ríkisstjórnar. Þegar löggjöf allra 94 seðlabankanna er skoðuð nánar kemur í ljós að Ísland og Noregur eru einu iðn- ríkin þar sem slíkt ákvæði kemur fyrir (Fry og fél- agar, 2000).7 Í öðrum iðnríkjum er seðlabankanum yfirleitt formlega bannað með lögum að leita eftir eða taka við fyrirskipunum frá ríkisstjórn sem lúta að stjórn peningamála. Jafnframt er ríkisstjórn viðkom- andi ríkja bannað með lögum að reyna að hafa áhrif á ákvarðanir seðlabankans er lúta að stjórn peninga- mála (t.d. löggjöf Englandsbanka, sænska seðlabank- ans og ECB). Verði tekin ákvörðun um að laga lagalega stöðu Seðlabanka Íslands að því sem viðgengst í þessum löndum virðast helst tvær leiðir koma til greina. Fyrri leiðin væri sú sem farin var í Svíþjóð og EMU-ríkj- unum, þ.e. að banna algerlega með lögum að ríkis- stjórnin reyni að hafa áhrif á ákvarðanir seðlabank- ans í peningamálum og banna bankanum að taka við og leita eftir slíkum fyrirmælum. Síðari leiðin er að bæta inn í lög bankans að ríkisstjórnin megi grípa inn í ákvarðanir bankans við mjög sérstakar aðstæður sem falla undir „stórkostlega efnahagslega neyð“. Þá þyrfti að vera til skýrt afmarkað ferli sem slíkar ákvarðanir þyrftu að fara eftir í gegnum stjórnkerfið sem ættu að vera sitjandi ríkisstjórn pólitískt erfitt séu þær ekki augljóslega réttlætanlegar. Aðgangur ríkissjóðs að lánafyrirgreiðslu í seðla- banka Fry og félagar telja aðgang ríkissjóðs að fjármögnun í Seðlabankanum nógu heftan til að gefa Íslandi hæstu einkunn í þessum lið og er Ísland eitt af 26 iðn- ríkjum og 45 ríkjum alls sem fær hæstu einkunn í þessum lið. Í flestum iðnríkjum er lagt blátt bann við slíkri fjármögnun í seðlabankalögum. Hér á landi er hins vegar ekki kveðið á um slíkt bann í lögunum. Hins vegar er í gildi samningur á milli fjármála- ráðherra og Seðlabankans frá árinu 1992, sem síðan hefur þrisvar verið endurnýjaður, um að fjármögnun ríkissjóðs fari ekki með beinum hætti í gegnum Seðlabankann. Telja verður að þetta ákvæði sé veik- ara en í nágrannalöndum okkar, þótt ekki komi það fram í mati Frys og félaga. Vandinn er sá að fjármála- ráðherra getur í sjálfu sér sagt upp þessum samningi, þrátt fyrir að pólitískur kostnaður slíkrar ákvörðunar yrði líklega allnokkur. Af þessum sökum má færa fyrir því rök að einkunn Íslands í þessum málaflokki sé of há. Ráðningartími bankastjóra Ráðningartími bankastjóra Seðlabanka Íslands er 5 ár, eins og bankastjóra 9 iðnríkja og 37 ríkja í öllum ríkjahópnum. Þetta virðist vera algengasti ráðningar- tími bankastjóra: mjög sjaldgæft er að þeir séu ráðnir til skemmri tíma, nokkuð um að þeir séu ráðnir til 6 ára en sjaldan til lengri tíma en það. 52 PENINGAMÁL 2000/4 7. Samkvæmt þessu ætti Noregur að fá sömu einkunn fyrir tækjasjálfstæði og Ísland í töflu 2 og þessi tvö ríki að vera með lægstu einkunn iðn- ríkja.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.