Peningamál - 01.11.2000, Page 61

Peningamál - 01.11.2000, Page 61
60 PENINGAMÁL 2000/4 ir umbunað öðrum þátttakendum sem vitað er að standa vel að stýringu sinnar áhættu. Einnig er hægt að setja upp tapsdeilingaráætlun, þar sem tekið er á því hvernig skuli deila út tapi ef tjón verður í greiðslukerfinu, þar er einnig hugsanlega hægt að koma við umbun fyrir skilvirk vinnu- brögð. Í greiðslujöfnunarkerfum er stundum gert ráð fyrir að hægt sé að rekja ofan af greiðslujöfn- uninni með því að taka út greiðslur til og frá þeim þátttakanda sem bregst. Ekki er mælt með þessari aðferð þar sem hún kann að leiða til mjög handa- hófskenndra áhrifa á aðra þátttakendur, auk þess sem aðferðin kann að reynast tímafrek og gæti þannig tafið fyrir lokauppgjöri og enduropnun greiðslukerfis. 4. Tímanlegt lokauppgjör samdægurs Það er talin lágmarkskrafa að endanlegt uppgjör milli aðila að greiðslukerfum fari fram fyrir lok viðskiptadags. Þetta er eðlileg krafa þar sem helsta alþjóðlega tímaeining fjármálakerfa hinna ólíku landa er dagur og miðast flestir mikilvægir þættir við þá einingu, t.d. vextir. Hver dagur á sem sagt að geta hafist á „hreinu borði“, þ.e. öll- um aðilum á að vera kunnug staða sín og jafn- framt eiga aðilar að hafa sínar eignir í höndunum. Ekki er talið ásættanlegt að gera uppgjör daginn eftir en vaxtafæra jafnframt miðað við að upp- gjöri hafi lokið samdægurs. Þó er talið hugsanlegt að vikið sé frá þessari reglu í undantekningartil- vikum ef fyrir liggur óyggjandi trygging, t.d. frá seðlabanka, um að uppgjör fari fram óháð greiðslugetu þátttakenda. Mælt er með því að uppgjör í greiðslujöfnunarkerfum fari fram oftar en einu sinni á dag og helst ætti lokauppgjör að fara fram á eðlilegum afgreiðslutíma fjármála- stofnana. 5. Greiðslujöfnunarkerfi ljúki uppgjöri þótt á móti blási Það er talin lágmarkskrafa að hægt sé að ljúka uppgjöri þótt sá aðili sem hefur stærstu neikvæðu jöfnunarstöðu sé ófær um greiðslu. Þessi kjarna- regla er tekin nánast óbreytt upp úr Lamfalussy- skilyrðunum. Í einhverjum löndum er þess krafist að hægt sé að ljúka uppgjöri þótt tveir eða jafnvel þrír stærstu aðilar séu ófærir um greiðslu. Til að uppfylla þessar kröfur er hægt að búa til trygg- ingu sem felst í því að þátttakendur leggja fram reiðufé, kröfur á seðlabanka eða auðseljanleg verðbréf sem tryggingu fyrir uppgjöri. Nauðsyn- legt er að meta verðgildi verðbréfanna a.m.k. einu sinni á dag og einnig getur verið eðlilegt að verðgildi þeirra sé ekki talið að fullu í mati á tryggingu („haircut“). 6. Kröfur á seðlabanka Til að lágmarka fjárhagslega áhættu í uppgjöri er gerð krafa um að notaðar séu eignir sem eiga að vera „áhættulausar“. Einnig skiptir verulegu máli að þessar eignir séu auðseljanlegar („liquid“). Til eru greiðslukerfi þar sem uppgjör fer fram í þrep- um eða áföngum. Þannig er ein stofnun aðili að greiðslukerfi fyrir hönd nokkurra annarra. Undir- stofnanirnar gera upp við sína stofnun sem síðan kemur fram sem einn aðili gagnvart greiðslu- kerfinu. Þetta fyrirkomulag er til staðar hér á landi, en Sparisjóðabanki Íslands hf. er aðili að greiðslujöfnunarkerfi Fjölgreiðslumiðlunar hf. fyrir hönd allra sparisjóða landsins að SPRON undanskildum. Þetta fyrirkomulag getur aukið áhættu í greiðslukerfinu þar sem uppgjör á öðru þrepi/lagi fer ekki endilega fram í „áhættulaus- um“ og auðlosanlegum eignum. 7. Öryggi Það þarf vart að eyða mörgum orðum að því hversu mikilvægt rekstraröryggi greiðslukerfa er. Fyrir utan þann trúnaðarbrest sem verður þegar kerfi bregðast vegna rekstrartruflana eða öryggis- brotalama getur fjárhagslegur skaði orðið veru- legur. 8. Hagnýtt og hagkvæmt Það er athyglisvert að til þess er ætlast að seðla- bankar heimsins taki mið af því hversu hagnýt þjónusta greiðslukerfa er og taki tillit til hag- kvæmni þjónustunnar. Seðlabankar hafa gjarnan litið svo á að þeirra sé að gera kröfur um fyrir- komulag greiðslukerfa og síðan eiga aðrir að framkvæma óháð því hversu hagnýtt slíkt er fyrir þá eða hagkvæmt að öðru leyti. Nú er seðla- bönkum ætlað að taka tillit til ofangreindra þátta auk þess sem samkeppnissjónarmið skipta nú meira máli en áður.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.